Innlent

Valgeir Helgi gefur kost á sér fyrir Samfylkinguna

Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfjarði.
Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfjarði.
Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfjarði, hefur ákveðið að gefa kost á mér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Með framboði mínu segist hann vera svara kalli kjósenda um endurnýjun á Alþingi.

Valgeir Helgi segir að nú séu framundan erfiðir fyrir íslensku þjóðina. Hann vilji leggja sitt á vogarskálarnar í þeirri baráttu. Að hans mati er Samfylkingin best til þess fallin að vinna að þeirri endurreisn sem nú sé þörf á.

,,Í ljósi þeirra pólítísku og efnahagslegu hamfara sem hér hafa átt sér stað tel ég best fyrir þjóðina:

• að fjárfesta í sjálfri sér með aukinni menntun

• að vinna að aukinni nýsköpun

• að gera landið meira aðlaðandi fyrir ungt fólk

• að tryggja að hér verði ekki aukinn fólksflótti

Með þetta að leiðarljósi mun ég leggja áherslu á velferðar- og menntamál," segir í tilkynningu frá Valgeiri Helga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×