Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/gva
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás, nauðgun og hót­an­ir gagn­vart barn­s­móður sinni og fyrr­ver­andi unn­ustu.

Manninum er gefið að sök að hafa nauðgað konunni aðfaranótt jóladags í fyrra, beitt hana ofbeldi og hótað henni og tveggja ára dóttur þeirra lífláti. Konunni hafi hann haldið í íbúðinni í um sex klukkustundir.

Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að maðurinn hafi játað að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar. Hann hafi hins vegar neitað því að hafa slegið hana hnefahöggum og ekki kannast við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist maðurinn hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.

Er manninum gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dæmt er í málinu, þó eigi lengur en til 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×