Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2020 10:45 Christof Lang var hér á landi í vikunni að taka viðtöl fyrir heimildarmyndina. Næsti viðkomustaður er skíðabærinn Ischgl. vísir/sigurjón Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37