Dagur B: Engin leyndarmál í fjárhag borgarinnar Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. mars 2016 07:00 Við ætlum að rétta við fjárhaginn á einu ári,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Slæm fjárhagsstaða borgarinnar hefur undanfarið verið í brennidepli. „Fjölmiðlaumfjöllunin er nú kannski dramatískari en efni standa til. Við þurfum að spara sem nemur 1,6 prósentum af rekstri borgarinnar. Það er eins og fjölskylda sem hefur úr 500 þúsund krónum að spila á mánuði þurfi að spara 8 þúsund. Ég held að allir hafi farið í gegnum þannig kafla í lífinu. Borgin þarf að gera það núna. Það kemur til af góðu ef svo má segja, við höfum verið að bæta kjör starfsfólks borgarinnar sem hafði setið eftir eftir hrun. Það hefur lagt mjög mikið á sig við að halda uppi frábærri þjónustu þótt dregist hafi saman í efnahagnum og líka fjármunum borgarinnar.“ Hann segir að eftir hrun hafi velferðarþjónustan og skólakerfið staðið sig vel í að halda uppi góðri þjónustu. „Ekki bara vel heldur þannig að krökkunum leið betur eftir hrun heldur en fyrir hrun. Við verðum að muna að hrósa og vera stolt af þessu fólki. Það breytir því ekki að þegar kauphækkanir koma þetta hratt, og hraðar heldur en tekjuaukinn sem borgin fær í gegnum útsvar og aðrar tekjur, verðum við að spara til að endar nái saman.“Hvernig ætlið þið að gera þetta? „Með því að forgangsraða í þágu þess sem skiptir mestu máli að okkar mati, sem er grunnþjónustan – þjónusta við börn og aldraða. Þar sem er viðkvæmt. Við ætlum að spara mest í ráðhúsinu, yfirstjórninni, um fimm prósent – en minna í málaflokkunum. Við erum búin að samþykkja ýmis skref í þessu í upphafi árs en svo ætlum við að fara kerfisbundið í hvern málaflokk fyrir sig. Við erum að reyna gera þetta vel, af virðingu fyrir starfsfólkinu og starfseminni. Þess vegna er þetta í þeim skilningi langtímaverkefni þó við ætlum að rétta okkur við á þessu ári.“Gerist ekki allt á minni skrifstofuHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, hefur sagt að mikið hafi fjölgað í yfirstjórn og nefndum hjá borginni eftir að núverandi meirihluti tók við. Er það þá ekki rétt? „Nei, hann hefur aðallega verið að tala um að það hafi fjölgað mikið starfsfólki á skóla- og frístundasviði. Það tengist á hverjum tíma nemendaþróuninni. Ég hef sagt við hann að mér finnist sjálfsagt að skoða alla þróun og sjálfsagt að spyrja gagnrýninna spurninga. Mér finnst að ekkert í fjárhag borgarinnar eigi að vera leyndarmál. Þetta á bara að vera skýrt, gott og gegnsætt. Við eigum að treysta okkur til að svara hverju sem er. Ef það er eitthvað sem við verðum sammála um að megi þróast betur þá breytum við því.“Hver er sársaukafyllsta ákvörðunin í þessum niðurskurði? „Ég held að öll starfsemi borgarinnar eða mjög mikið af henni sé viðkvæm. Okkur finnst minnst viðkvæmt að spara í ráðhúsinu, í yfirstjórninni. Þegar kemur að skólamálunum erum við að reyna að hlífa skólastofunni og spara í hinu. Betri innkaup, betri nýting húsnæðis o.s.frv. Þetta er stóra verkefnið og það skiptir máli að virkja þekkingu og reynslu starfsfólksins. Þetta gerist ekki í borgarstjórnarsalnum eða á minni skrifstofu.“Ekkert miðað við eftir hrunÞannig að það er of mikið af fólki í yfirstjórn borgarinnar? „Nei, við höfum bara ekki efni á að hafa svona mikið af fólki. Alltaf þegar einhver hættir reynum við að endurskipuleggja þannig að ekki þurfi að ráða í staðinn. Við höfum sagt að við viljum sem mest af þessu í gegnum starfsmannaveltu þannig að uppsagnir heyri til undantekninga og verði fyrst og fremst í tengslum við skipulagsbreytingar. Við megum ekki vera of dramatísk með þetta eins og umræðan vill verða. Þetta er heldur ekki nándar nærri eins og þegar við vorum að ná endum saman eftir hrun. Þegar við tókum við með Besta flokknum þá þurftum við að loka 5 milljarða gati. Þetta eru 1,8 milljarðar.“101 borgarstjórn?Stundum hefur núverandi meirihluti borgarstjórnar verið gagnrýndur fyrir að einbeita sér bara að miðbænum og minna að öðrum hverfum borgarinnar. „Ég er úr Árbænum, þannig að kannski er verið að ruglast á einu núlli. Ég er úr 110 og er stoltur af því. Umræðan um 101 og önnur hverfi á sér miklu lengri rætur, held ég. Ég held að það hafi verið tilfinning okkar sem ólumst upp í úthverfum að þau hverfi sætu eftir. Það tók 30-35 ár að fá almennilegt íþróttahús í hverfið. Ég tók þátt í því ásamt öðrum unglingum að sækja fyrsta sementspokann í íþróttahúsið upp á Akranes og hlaupa með hann í bæinn til þess að reyna að skapa þrýsting á borgarstjórn að hugsa um Árbæjarhverfið." „Breiðholtið var vanrækt alveg gríðarlega lengi, eiginlega bara skilið eftir þegar það hafði byggst upp. Það gleymdist að gera ráð fyrir sundlaug í Grafarvogi þegar það var skipulagt og byggt. Ég held að ef betur er að gáð, því ég veit að þetta er umræðan oft, þá hafi verið meiri athygli á þessum hverfum heldur en oftast áður í sögu borgarstjórnar. Fyrir utan kannski þann tíma þegar þessi hverfi voru að byggjast upp,“ segir hann og nefnir Breiðholtið sem dæmi. „Eitt stærsta verkefni sem mér finnst við standa frammi fyrir er að búa til umhverfi fyrir næstu kynslóðir. Búa til borgarumhverfi sem getur keppt við aðrar borgir sem soga til sín unga fólkið. Ef við eigum ekki borg sem er skemmtileg, áhugaverð, með húsnæði á viðráðanlegu verði, áhugaverð atvinnutækifæri, og er í þróun sem borg þá held ég að við töpum í þessari samkeppni.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVÍSIR/ernirFyrirtæki taka yfir heilu göturnarEr það að takast? Það er mikill húsnæðisvandi, ungt fólk á erfitt með að eignast íbúð og það er dýrt að leigja. „Þess vegna eru húsnæðismálin stóru málin hjá borginni og borgarstjórninni,“ segir Dagur.Eru þau í forgangi? Er ekki bara verið að byggja hótel og hitt situr á hakanum? „Nei, nei, nei, húsnæðismálin hafa verið í algjörum forgangi. Við erum búin að skipuleggja deiliskipulag fyrir 4.400 íbúðir. Það er annað eins í pípunum, mörg ný svæði og hverfi sem eru að koma sterk inn. Við erum að vinna með stúdentum, skrifuðum undir samning við HÍ um 300 nýjar stúdentaíbúðir á svæðinu. Við erum nýbúin að samþykkja skipulag um 350 nýjar stúdentaíbúðir fyrir HR. Þetta eru alls 4.400 íbúðir um alla borg sem eru komnar á skipulag. Það eru tæplega 2.000 komnar í byggingu. Það er verið að vinna í jarðvinnu fyrir aðrar 700." „Þetta er mál málanna en tekur allt tíma. Það er alveg rétt að ferðaþjónustan hefur verið að setja ákveðna pressu á leigumarkaðinn með útleigu til ferðamanna, sérstaklega miðsvæðis. Það er að hluta til jákvætt að fólk hafi frekar efni á að búa í íbúðunum sínum þegar það leigir út frá sér. En þegar þetta er orðið þannig að það eru einstaka fyrirtæki farin að taka yfir nánast heilu göturnar og ýta íbúðahverfinu út þá er ég ekki sáttur.“ En ertu þá sáttur? Þessi þróun í miðborginni er staðreynd. „Miðborgin er að þróast þannig og þess vegna höfum við sett fram hugmyndir um að fólk eigi auðveldara með að fá leyfi til að leigja út frá sér tímabundið, kannski 2-3 mánuði á ári, gegn því að það sé þá ekki gert hina mánuðina. Þá verði leigumarkaðurinn fyrir veturinn þegar mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði fyrir námsmenn öruggari. Síðan ætlum við að fjölga leigu- og búsetaréttaríbúðum um 2.500-3.000.“ Sigmundur Davíð úr taktiMikið hefur verið rætt um áhuga forsætisráðherra á skipulagsmálum í borginni. Heldurðu að Sigmundur Davíð sé að undirbúa borgarstjóraframboð?„Góð spurning,“ segir Dagur og hlær. „Það er öllum velkomið að bjóða sig fram, ef þeir búa í Reykjavík,“ heldur hann áfram, en Sigmundur hefur ekki lögheimili í Reykjavík. Dagur segir alla umræðu um skipulagsmál skemmtilega og hún fái óhjákvæmilega meiri athygli ef forsætisráðherra tekur þátt. „Mér finnst hann hins vegar, hvernig hann fer í þetta, vera úr takti við það sem er raunverulega að gerast. Ólíkt því sem maður gæti haldið þegar maður hlustar á hann þá erum við líklega á einhverju mesta húsverndarskeiði í sögunni. Þetta finnst mér mikilvægt – að við séum að halda í söguna og vernda hús í Reykjavík, einmitt þegar við erum að byggja upp. En hverjir eru umdeildustu reitirnir sem hann hefur beitt sér mest í? Það eru ekki reitir þar sem verið er að rífa gömul hús, heldur bílastæði sem verið er að byggja á. Tollstöðvarplanið, bílastæðið við hlið Íslandsbanka í Lækjargötu. Þetta snýst kannski meira um smekk á arkitektúr.“Breytt borg getur haft sína kostiFerðamönnum hefur fjölgað mikið og hafa mörg ný hótel verið opnuð í miðborginni auk þess sem verslunum sem selja ferðamannavarning hefur fjölgað. Er miðborgin ekki að missa sjarmann og Íslendingar sækja síður í miðborgina en áður? „Það er umræða sem hefur verið alveg frá því að Kringlan var byggð 1986. Að miðborgin sé á fallanda fæti. Það var mikil krísa í miðborginni fyrir 10-15 árum. Það var lítil fjárfesting, það var ekki verið að gera upp húsin. Annað hvert verslunarhúsnæði var tómt, veitingastaðir voru um tíma að taka þetta alveg yfir. Þá var settur kvóti á veitingastaðina. Ferðaþjónustan tók við sér. Gríðarlegum fjölda íbúða var bætt við í miðbænum og við erum að halda því áfram. Þetta hefur leitt til þess að núna er slegist um verslunarplássin. Það er í grunninn jákvætt en auðvitað þýðir það að einhverjar rótgrónar verslanir sem hafa verið þarna geta ekki keppt við leiguna sem hönnunarbúðir og búðir sem selja ferðamönnum eru tilbúnar að greiða. Það er eitt í þessari þróun sem mér finnst hafa farið fram hjá ótrúlega mörgum, að í gegnum þetta erum við búin að endurskoða deiluskipulag mjög víða. Hús sem áður átti að rífa fá að standa, þau eru gerð fallega upp, jafnvel eftir eldri teikningum, þau eru færð í upprunalegt horf.“ Hann skilur þó áhyggjur borgarbúa. „Akkúrat núna þegar við erum í miðjum framkvæmdafasa þá skil ég að uppi séu áhyggjur af ýmsu sem er að gerast. Ég held að myndin sé miklu blandaðri, miklu fleiri jákvæðir hlutir sem koma með en við gleymum að tala um í miðjum framkvæmdafasanum. Ef við höldum rétt á þessu þá held ég að verið sé að þróa borg sem er jafnvel áhugaverðari og skemmtilegri en áður þó hún sé svolítið breytt.“Borgin þarf að segja stoppEr jafn eftirsóknarvert fyrir ferðamenn að koma þegar verður allt fullt af hótelum og lundabúðum? Var fólk ekki að sækja í gömlu stemminguna? „Ég held þú viljir ekki fara til borgar þar sem eru bara hótel og túristabúðir. Þess vegna erum við búin að setja stopp á fleiri hótel í kvosinni, erum að skoða að setja líka hótelkvóta á Laugaveg og Hverfisgötu. Við erum að beina hóteluppbyggingu upp með Suðurlandsbraut og inn á Grensásveg. Við viljum dreifa álagi. Við teljum að fjárfesting sem fylgir ferðaþjónustu geti verið góð fyrir götu eins og Grensásveg, Skeifuna og blanda af hótelum, íbúðum og einhverju nýju megi smitast inn í Ármúlann, Skeifuna og fleiri svæði." „Galdurinn er að finna rétta blöndu, ekkert má yfirgnæfa annað á einu svæði. Borgin þarf að vera óhrædd við að segja stopp. Við tölum stundum eins og það sé ekki fólk á bak við þessi fyrirtæki og við ráðum þessu ekki. Ég vil vara hvern og einn, sem er í þessum rekstri og er að markaðssetja sig gagnvart ferðamönnum, við því að fara klína stórum límmiðum um ódýrasta hamborgarann í rúðurnar og Benidorm-væða þetta. Við eigum ekki að láta gróðavonina eða græðgi eða stress yfir að fylla ekki staðinn í dag ná yfirtökum. Við eigum að standa saman um að reka stað fyrir Reykjavík og gesti borgarinnar, við eigum að vera stolt af því hver við erum. Við þurfum enga „flashy“ límmiða á rúðurnar. Þetta þarf ekki að vera sjoppulegt til að fá viðskipti." „Ég held það sé þvert á móti þannig að viðskiptin fara til þeirra sem eru með gæði á sanngjörnu verði. Þegar verið er að bjóða upp á eitthvað sem er ekki nógu gott á of háu verði þá hef ég ekki trú á að þeir staðir lifi. Ég held við verðum aðeins að minna okkur sjálf á að við ráðum þessu, þeir sem eiga þessa staði. Þó að þetta virðist vera að gerast hratt þá eigum við að varðveita Reykjavík, karakterinn, stoltið yfir því sem við erum. Dreifa eins og við getum. Tryggja fjölbreytnina. Halda því sem sérkennir okkur.“Vill vera fjögur ár í viðbótDagur segist vilja vera borgarstjóri lengur en eitt kjörtímabil þar sem fjögur ár séu í það stysta til að gera breytingar. „Það er hægt að gera margt en ég held að við myndum ekki ná að fylgja öllu eftir nema við fengjum umboð í annað kjörtímabil. Það er eitthvað sem ég myndi vilja stefna að.“En hvernig heldurðu að landslagið í flokkapólitíkinni verði þá? Muntu bjóða þig fram fyrir Samfylkingu? „Ég treysti mér ekki til að spá því hvernig flokkalandslagið verður, ég held það sé deigla og mikilvægt að muna að flokkar eru fyrst og fremst tæki til að vinna að því sem maður trúir á. Í mínu tilfelli er það jafnaðarhugsjónin sem er markmiðið. Það hefur gefið á bátinn hjá Samfylkingunni. Mín tilfinning er sú að býsna stór hluti Íslendinga sé einhvers konar jafnaðarmenn. Þeir kannski skilgreina sig ekki þannig en jafnaðarstefnan og norræn sýn á samfélag eiga hljómgrunn hjá mörgum." „ Það er kannski ógæfa vinstri flokkanna og Samfylkingar að hafa ekki náð nema stuttum köflum. Annars get ég ekki kvartað. Samfylkingin fékk 32% í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þannig að ég held við megum ekki vera of dramatísk. Að hluta til er stóra breytingin sú að fólk er ekki svona eða hinsegin fyrir lífstíð. Sjálfstæðismaður eða samfylkingarmaður. Fólk áskilur sér rétt til að velja í næstu kosningum jafnvel annað en það kaus síðast. Stjórnmálin verða þá að mæta því að það eru allir hugsanleg atkvæði. Enginn sem þú getur tekið sem gefnum. Þú þarft að standa þig, geta sýnt fram á samhengi þess sem þú segist trúa á og þess sem þú ert að gera.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Við ætlum að rétta við fjárhaginn á einu ári,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Slæm fjárhagsstaða borgarinnar hefur undanfarið verið í brennidepli. „Fjölmiðlaumfjöllunin er nú kannski dramatískari en efni standa til. Við þurfum að spara sem nemur 1,6 prósentum af rekstri borgarinnar. Það er eins og fjölskylda sem hefur úr 500 þúsund krónum að spila á mánuði þurfi að spara 8 þúsund. Ég held að allir hafi farið í gegnum þannig kafla í lífinu. Borgin þarf að gera það núna. Það kemur til af góðu ef svo má segja, við höfum verið að bæta kjör starfsfólks borgarinnar sem hafði setið eftir eftir hrun. Það hefur lagt mjög mikið á sig við að halda uppi frábærri þjónustu þótt dregist hafi saman í efnahagnum og líka fjármunum borgarinnar.“ Hann segir að eftir hrun hafi velferðarþjónustan og skólakerfið staðið sig vel í að halda uppi góðri þjónustu. „Ekki bara vel heldur þannig að krökkunum leið betur eftir hrun heldur en fyrir hrun. Við verðum að muna að hrósa og vera stolt af þessu fólki. Það breytir því ekki að þegar kauphækkanir koma þetta hratt, og hraðar heldur en tekjuaukinn sem borgin fær í gegnum útsvar og aðrar tekjur, verðum við að spara til að endar nái saman.“Hvernig ætlið þið að gera þetta? „Með því að forgangsraða í þágu þess sem skiptir mestu máli að okkar mati, sem er grunnþjónustan – þjónusta við börn og aldraða. Þar sem er viðkvæmt. Við ætlum að spara mest í ráðhúsinu, yfirstjórninni, um fimm prósent – en minna í málaflokkunum. Við erum búin að samþykkja ýmis skref í þessu í upphafi árs en svo ætlum við að fara kerfisbundið í hvern málaflokk fyrir sig. Við erum að reyna gera þetta vel, af virðingu fyrir starfsfólkinu og starfseminni. Þess vegna er þetta í þeim skilningi langtímaverkefni þó við ætlum að rétta okkur við á þessu ári.“Gerist ekki allt á minni skrifstofuHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, hefur sagt að mikið hafi fjölgað í yfirstjórn og nefndum hjá borginni eftir að núverandi meirihluti tók við. Er það þá ekki rétt? „Nei, hann hefur aðallega verið að tala um að það hafi fjölgað mikið starfsfólki á skóla- og frístundasviði. Það tengist á hverjum tíma nemendaþróuninni. Ég hef sagt við hann að mér finnist sjálfsagt að skoða alla þróun og sjálfsagt að spyrja gagnrýninna spurninga. Mér finnst að ekkert í fjárhag borgarinnar eigi að vera leyndarmál. Þetta á bara að vera skýrt, gott og gegnsætt. Við eigum að treysta okkur til að svara hverju sem er. Ef það er eitthvað sem við verðum sammála um að megi þróast betur þá breytum við því.“Hver er sársaukafyllsta ákvörðunin í þessum niðurskurði? „Ég held að öll starfsemi borgarinnar eða mjög mikið af henni sé viðkvæm. Okkur finnst minnst viðkvæmt að spara í ráðhúsinu, í yfirstjórninni. Þegar kemur að skólamálunum erum við að reyna að hlífa skólastofunni og spara í hinu. Betri innkaup, betri nýting húsnæðis o.s.frv. Þetta er stóra verkefnið og það skiptir máli að virkja þekkingu og reynslu starfsfólksins. Þetta gerist ekki í borgarstjórnarsalnum eða á minni skrifstofu.“Ekkert miðað við eftir hrunÞannig að það er of mikið af fólki í yfirstjórn borgarinnar? „Nei, við höfum bara ekki efni á að hafa svona mikið af fólki. Alltaf þegar einhver hættir reynum við að endurskipuleggja þannig að ekki þurfi að ráða í staðinn. Við höfum sagt að við viljum sem mest af þessu í gegnum starfsmannaveltu þannig að uppsagnir heyri til undantekninga og verði fyrst og fremst í tengslum við skipulagsbreytingar. Við megum ekki vera of dramatísk með þetta eins og umræðan vill verða. Þetta er heldur ekki nándar nærri eins og þegar við vorum að ná endum saman eftir hrun. Þegar við tókum við með Besta flokknum þá þurftum við að loka 5 milljarða gati. Þetta eru 1,8 milljarðar.“101 borgarstjórn?Stundum hefur núverandi meirihluti borgarstjórnar verið gagnrýndur fyrir að einbeita sér bara að miðbænum og minna að öðrum hverfum borgarinnar. „Ég er úr Árbænum, þannig að kannski er verið að ruglast á einu núlli. Ég er úr 110 og er stoltur af því. Umræðan um 101 og önnur hverfi á sér miklu lengri rætur, held ég. Ég held að það hafi verið tilfinning okkar sem ólumst upp í úthverfum að þau hverfi sætu eftir. Það tók 30-35 ár að fá almennilegt íþróttahús í hverfið. Ég tók þátt í því ásamt öðrum unglingum að sækja fyrsta sementspokann í íþróttahúsið upp á Akranes og hlaupa með hann í bæinn til þess að reyna að skapa þrýsting á borgarstjórn að hugsa um Árbæjarhverfið." „Breiðholtið var vanrækt alveg gríðarlega lengi, eiginlega bara skilið eftir þegar það hafði byggst upp. Það gleymdist að gera ráð fyrir sundlaug í Grafarvogi þegar það var skipulagt og byggt. Ég held að ef betur er að gáð, því ég veit að þetta er umræðan oft, þá hafi verið meiri athygli á þessum hverfum heldur en oftast áður í sögu borgarstjórnar. Fyrir utan kannski þann tíma þegar þessi hverfi voru að byggjast upp,“ segir hann og nefnir Breiðholtið sem dæmi. „Eitt stærsta verkefni sem mér finnst við standa frammi fyrir er að búa til umhverfi fyrir næstu kynslóðir. Búa til borgarumhverfi sem getur keppt við aðrar borgir sem soga til sín unga fólkið. Ef við eigum ekki borg sem er skemmtileg, áhugaverð, með húsnæði á viðráðanlegu verði, áhugaverð atvinnutækifæri, og er í þróun sem borg þá held ég að við töpum í þessari samkeppni.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVÍSIR/ernirFyrirtæki taka yfir heilu göturnarEr það að takast? Það er mikill húsnæðisvandi, ungt fólk á erfitt með að eignast íbúð og það er dýrt að leigja. „Þess vegna eru húsnæðismálin stóru málin hjá borginni og borgarstjórninni,“ segir Dagur.Eru þau í forgangi? Er ekki bara verið að byggja hótel og hitt situr á hakanum? „Nei, nei, nei, húsnæðismálin hafa verið í algjörum forgangi. Við erum búin að skipuleggja deiliskipulag fyrir 4.400 íbúðir. Það er annað eins í pípunum, mörg ný svæði og hverfi sem eru að koma sterk inn. Við erum að vinna með stúdentum, skrifuðum undir samning við HÍ um 300 nýjar stúdentaíbúðir á svæðinu. Við erum nýbúin að samþykkja skipulag um 350 nýjar stúdentaíbúðir fyrir HR. Þetta eru alls 4.400 íbúðir um alla borg sem eru komnar á skipulag. Það eru tæplega 2.000 komnar í byggingu. Það er verið að vinna í jarðvinnu fyrir aðrar 700." „Þetta er mál málanna en tekur allt tíma. Það er alveg rétt að ferðaþjónustan hefur verið að setja ákveðna pressu á leigumarkaðinn með útleigu til ferðamanna, sérstaklega miðsvæðis. Það er að hluta til jákvætt að fólk hafi frekar efni á að búa í íbúðunum sínum þegar það leigir út frá sér. En þegar þetta er orðið þannig að það eru einstaka fyrirtæki farin að taka yfir nánast heilu göturnar og ýta íbúðahverfinu út þá er ég ekki sáttur.“ En ertu þá sáttur? Þessi þróun í miðborginni er staðreynd. „Miðborgin er að þróast þannig og þess vegna höfum við sett fram hugmyndir um að fólk eigi auðveldara með að fá leyfi til að leigja út frá sér tímabundið, kannski 2-3 mánuði á ári, gegn því að það sé þá ekki gert hina mánuðina. Þá verði leigumarkaðurinn fyrir veturinn þegar mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði fyrir námsmenn öruggari. Síðan ætlum við að fjölga leigu- og búsetaréttaríbúðum um 2.500-3.000.“ Sigmundur Davíð úr taktiMikið hefur verið rætt um áhuga forsætisráðherra á skipulagsmálum í borginni. Heldurðu að Sigmundur Davíð sé að undirbúa borgarstjóraframboð?„Góð spurning,“ segir Dagur og hlær. „Það er öllum velkomið að bjóða sig fram, ef þeir búa í Reykjavík,“ heldur hann áfram, en Sigmundur hefur ekki lögheimili í Reykjavík. Dagur segir alla umræðu um skipulagsmál skemmtilega og hún fái óhjákvæmilega meiri athygli ef forsætisráðherra tekur þátt. „Mér finnst hann hins vegar, hvernig hann fer í þetta, vera úr takti við það sem er raunverulega að gerast. Ólíkt því sem maður gæti haldið þegar maður hlustar á hann þá erum við líklega á einhverju mesta húsverndarskeiði í sögunni. Þetta finnst mér mikilvægt – að við séum að halda í söguna og vernda hús í Reykjavík, einmitt þegar við erum að byggja upp. En hverjir eru umdeildustu reitirnir sem hann hefur beitt sér mest í? Það eru ekki reitir þar sem verið er að rífa gömul hús, heldur bílastæði sem verið er að byggja á. Tollstöðvarplanið, bílastæðið við hlið Íslandsbanka í Lækjargötu. Þetta snýst kannski meira um smekk á arkitektúr.“Breytt borg getur haft sína kostiFerðamönnum hefur fjölgað mikið og hafa mörg ný hótel verið opnuð í miðborginni auk þess sem verslunum sem selja ferðamannavarning hefur fjölgað. Er miðborgin ekki að missa sjarmann og Íslendingar sækja síður í miðborgina en áður? „Það er umræða sem hefur verið alveg frá því að Kringlan var byggð 1986. Að miðborgin sé á fallanda fæti. Það var mikil krísa í miðborginni fyrir 10-15 árum. Það var lítil fjárfesting, það var ekki verið að gera upp húsin. Annað hvert verslunarhúsnæði var tómt, veitingastaðir voru um tíma að taka þetta alveg yfir. Þá var settur kvóti á veitingastaðina. Ferðaþjónustan tók við sér. Gríðarlegum fjölda íbúða var bætt við í miðbænum og við erum að halda því áfram. Þetta hefur leitt til þess að núna er slegist um verslunarplássin. Það er í grunninn jákvætt en auðvitað þýðir það að einhverjar rótgrónar verslanir sem hafa verið þarna geta ekki keppt við leiguna sem hönnunarbúðir og búðir sem selja ferðamönnum eru tilbúnar að greiða. Það er eitt í þessari þróun sem mér finnst hafa farið fram hjá ótrúlega mörgum, að í gegnum þetta erum við búin að endurskoða deiluskipulag mjög víða. Hús sem áður átti að rífa fá að standa, þau eru gerð fallega upp, jafnvel eftir eldri teikningum, þau eru færð í upprunalegt horf.“ Hann skilur þó áhyggjur borgarbúa. „Akkúrat núna þegar við erum í miðjum framkvæmdafasa þá skil ég að uppi séu áhyggjur af ýmsu sem er að gerast. Ég held að myndin sé miklu blandaðri, miklu fleiri jákvæðir hlutir sem koma með en við gleymum að tala um í miðjum framkvæmdafasanum. Ef við höldum rétt á þessu þá held ég að verið sé að þróa borg sem er jafnvel áhugaverðari og skemmtilegri en áður þó hún sé svolítið breytt.“Borgin þarf að segja stoppEr jafn eftirsóknarvert fyrir ferðamenn að koma þegar verður allt fullt af hótelum og lundabúðum? Var fólk ekki að sækja í gömlu stemminguna? „Ég held þú viljir ekki fara til borgar þar sem eru bara hótel og túristabúðir. Þess vegna erum við búin að setja stopp á fleiri hótel í kvosinni, erum að skoða að setja líka hótelkvóta á Laugaveg og Hverfisgötu. Við erum að beina hóteluppbyggingu upp með Suðurlandsbraut og inn á Grensásveg. Við viljum dreifa álagi. Við teljum að fjárfesting sem fylgir ferðaþjónustu geti verið góð fyrir götu eins og Grensásveg, Skeifuna og blanda af hótelum, íbúðum og einhverju nýju megi smitast inn í Ármúlann, Skeifuna og fleiri svæði." „Galdurinn er að finna rétta blöndu, ekkert má yfirgnæfa annað á einu svæði. Borgin þarf að vera óhrædd við að segja stopp. Við tölum stundum eins og það sé ekki fólk á bak við þessi fyrirtæki og við ráðum þessu ekki. Ég vil vara hvern og einn, sem er í þessum rekstri og er að markaðssetja sig gagnvart ferðamönnum, við því að fara klína stórum límmiðum um ódýrasta hamborgarann í rúðurnar og Benidorm-væða þetta. Við eigum ekki að láta gróðavonina eða græðgi eða stress yfir að fylla ekki staðinn í dag ná yfirtökum. Við eigum að standa saman um að reka stað fyrir Reykjavík og gesti borgarinnar, við eigum að vera stolt af því hver við erum. Við þurfum enga „flashy“ límmiða á rúðurnar. Þetta þarf ekki að vera sjoppulegt til að fá viðskipti." „Ég held það sé þvert á móti þannig að viðskiptin fara til þeirra sem eru með gæði á sanngjörnu verði. Þegar verið er að bjóða upp á eitthvað sem er ekki nógu gott á of háu verði þá hef ég ekki trú á að þeir staðir lifi. Ég held við verðum aðeins að minna okkur sjálf á að við ráðum þessu, þeir sem eiga þessa staði. Þó að þetta virðist vera að gerast hratt þá eigum við að varðveita Reykjavík, karakterinn, stoltið yfir því sem við erum. Dreifa eins og við getum. Tryggja fjölbreytnina. Halda því sem sérkennir okkur.“Vill vera fjögur ár í viðbótDagur segist vilja vera borgarstjóri lengur en eitt kjörtímabil þar sem fjögur ár séu í það stysta til að gera breytingar. „Það er hægt að gera margt en ég held að við myndum ekki ná að fylgja öllu eftir nema við fengjum umboð í annað kjörtímabil. Það er eitthvað sem ég myndi vilja stefna að.“En hvernig heldurðu að landslagið í flokkapólitíkinni verði þá? Muntu bjóða þig fram fyrir Samfylkingu? „Ég treysti mér ekki til að spá því hvernig flokkalandslagið verður, ég held það sé deigla og mikilvægt að muna að flokkar eru fyrst og fremst tæki til að vinna að því sem maður trúir á. Í mínu tilfelli er það jafnaðarhugsjónin sem er markmiðið. Það hefur gefið á bátinn hjá Samfylkingunni. Mín tilfinning er sú að býsna stór hluti Íslendinga sé einhvers konar jafnaðarmenn. Þeir kannski skilgreina sig ekki þannig en jafnaðarstefnan og norræn sýn á samfélag eiga hljómgrunn hjá mörgum." „ Það er kannski ógæfa vinstri flokkanna og Samfylkingar að hafa ekki náð nema stuttum köflum. Annars get ég ekki kvartað. Samfylkingin fékk 32% í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þannig að ég held við megum ekki vera of dramatísk. Að hluta til er stóra breytingin sú að fólk er ekki svona eða hinsegin fyrir lífstíð. Sjálfstæðismaður eða samfylkingarmaður. Fólk áskilur sér rétt til að velja í næstu kosningum jafnvel annað en það kaus síðast. Stjórnmálin verða þá að mæta því að það eru allir hugsanleg atkvæði. Enginn sem þú getur tekið sem gefnum. Þú þarft að standa þig, geta sýnt fram á samhengi þess sem þú segist trúa á og þess sem þú ert að gera.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira