Innlent

Litlu munaði að stór flutningabíll steyptist niður brekku

Minstu munaði að stór flutningabíll með tengivagni færi útaf í Bakkaselsbrekku við Öxnadalsheiði um miðnætti, og steyptist niður mikinn bratta.

Vegriðið hélt honum á veginum og eftir að hafa laskað það á 200 metra kafla, fór bíllinn þvert yfir veginn og útaf brekku megin. Mikið högg kom á bílinn, sem skemmdist talsvert, en ökumaðurinn slapp lítið meiddur.

Að sögn lögreglu slapp hann svo vel vegna þess að hann var í öryggisbelti. Meðal annars brotnaði framrúðan og ökumannssætið losnaði af festingum. Mikil hálka var á vettvangi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×