Innlent

Varðskip leitar að vélinni – frekari ákvörðun tekin í fyrramálið

Stefnt er að því að fara með Fokkervél Landhelgisgæslunnar á svæðið á morgun.
Stefnt er að því að fara með Fokkervél Landhelgisgæslunnar á svæðið á morgun.

Leitin að Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjá fyrir austan land um hálftólfleytið í dag, hefur enn engan árangur borið.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er varðskip á svæðinu að leita en leitarskilyrði eru mjög slæm. Þar er mikill snjór og hvasst.

Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi leit í fyrramálið en stefnt er að því að fara aftur með Fokker-vél Landhelgisgæslunnar á svæðið á morgun.

Eins og fram hefur komið er vélin skráð í Bandaríkjunum og er flugmaðurinn bandarískur að sögn Landhelgisgæslunnar.Vélin hvarf af ratsjá þar sem hún var 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×