Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2020 19:15 Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“ Flóttamenn Sýrland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“
Flóttamenn Sýrland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent