Fótbolti

Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moise Kean í leik með Everton fyrr í vetur en hann hefur nú komið sér í fréttirnar fyrir glórulausa hegðun.
Moise Kean í leik með Everton fyrr í vetur en hann hefur nú komið sér í fréttirnar fyrir glórulausa hegðun. vísir/epa

lPartíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans.

Ítalski framherjinn komst í fréttirnar í morgun þegar upp komst að hann hélt teiti í húsinu sínu í gær þar sem hann bauð vinum og vandamönnum. Útgöngu- og samkomubann ríkir í Englandi.

Forráðamenn Everton eru mjög ósáttir með þessa framkomu Ítalans og eru taldir ætla að sekta hann um tveggja vikna laun. Það gera 160 þúsund pund eða rúmlega 30 milljónir íslenskra króna.

Keane kom til félagsins síðasta sumar frá Juventus en hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Hann hefur einungis skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir félagið. Það kom í janúarmánuði gegn Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×