Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 15:30 Lárus Haukur er með MS sjúkdóminn. Hann er viðmælandi í Kompás og segir síðustu vikur hafa verið gríðarlega erfiðar. Vísir/Vilhelm Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir.
Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30