Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 19:16 Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman. Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman.
Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira