Innlent

Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis

Sighvatur Jónsson skrifar
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Baldur
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla.

Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. Fulltrúi Blaðamannafélagsins hefur sagt sig frá störfum fjölmiðlanefndar vegna málsins og sat ekki fund hennar í dag.

„Við getum ekki þolað það blaðamenn að fjölmiðlanefnd og stjórnsýsla hennar sé eins og tollvörðurinn á Keflavíkurflugvelli, sé mættur á Keflavíkurveginn og farinn að sekta þig fyrir of hraðan akstur,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Hjálmar segir að fulltrúi félagsins í fjölmiðlanefnd hafi sent menntamálaráðuneytinu í dag ósk um lausn frá störfum nefndarinnar.

„Ég hef ekki hitt einn einasta blaðamann sem er ekki fullkomlega samstíga stjórninni í þessu máli. Að það sé gjörsamlega ólíðandi að fjölmiðlanefnd sé að reyna að hafa áhrif á tjáningarfrelsið í landinu með þessum hætti,“ segir Hjálmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×