Milljónir í bætur eftir tvífótbrot við handtöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 12:53 Handtakan átti sér stað fyrir utan Búlluna í maí 2017. Fréttablaðið/Eyþór Þrítugur lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi við handtöku fyrir utan Búlluna í Kópavogi árið 2017. Hann var aftur á móti sýknaður fyrir brot í opinberu starfi en hann þótti ekki hafa beitt ólögmætum aðferðum við handtökuna.Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Lögreglumaðurinn þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs ella sæta tveggja vikna fangelsisvist. Sá sem var handtekinn, og tvífótbrotnaði, fór fram á sjö milljónir í skaðabætur. Dómarinn dæmdi honum tvær og hálfa milljón krónur í bætur. Lögreglumaðurinn neitaði alfarið sök Maðurinn hafði verið handtekinn og reyndi lögreglumaðurinn að koma honum í bílinn. Er honum gefið að sök að hafa skellt afturhurð lögreglubílsins allt að fjórum til fimm sinnum þrátt fyrir að fætur hins handtekna voru ekki komnir inn í bílinn. Hægri fótleggurinn lenti á milli með þeim afleiðingum að hann hlaut tilfærð brot á sköflungi og sperrilegg hægri fótleggjar sem þurfti að rétta af með skurðaðgerð.Mál hins lögreglumannsins, konu, var látið niður falla.Vísir/VilhelmRíkissaksóknari sneri við ákvörðun Tveir lögreglumenn, karl og kona, sættu rannsókn vegna handtökunnar en aðeins annar þeirra sætir ákæru. Þeir voru kallaðir út að Hamborgarabúllunni vegna þess að gestir á veitingastaðnum, tveir menn, voru ölvaðir og með læti. Maðurinn, sem slasaðist illa á fæti, neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Héraðssaksóknari fór með rannsókn á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að þótt gögn málsins bentu til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, væru ekki nægar líkur á sakfellingu í málinu. Gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Var ákveðið að ákæra ekki í málinu. Ríkissaksóknari féllst á þetta í tilfelli annars lögreglumannsins en felldi úr gildi ákvörðunina varðandi hinn. Var héraðssaksóknara falið að taka máið á hendur honum til ákærumeðferðar.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmSkildi ekki spurningar um kennitölu „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, í samtali við fréttastofu sumarið 2017. Freyr sagði mennina tvo hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hefðu báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Honum hafi ekki staðið á sama vegan ólátanna og óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ sagði Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn.Mjög harkalegt og gróft „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr sagði lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Lögmaður mannsins sem fótbrotnaði segir skjólstæðing sinn hafa flutt úr landi síðan árásin var gerð. Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. 25. janúar 2019 06:45 Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni. 31. janúar 2019 11:13 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Þrítugur lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi við handtöku fyrir utan Búlluna í Kópavogi árið 2017. Hann var aftur á móti sýknaður fyrir brot í opinberu starfi en hann þótti ekki hafa beitt ólögmætum aðferðum við handtökuna.Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Lögreglumaðurinn þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs ella sæta tveggja vikna fangelsisvist. Sá sem var handtekinn, og tvífótbrotnaði, fór fram á sjö milljónir í skaðabætur. Dómarinn dæmdi honum tvær og hálfa milljón krónur í bætur. Lögreglumaðurinn neitaði alfarið sök Maðurinn hafði verið handtekinn og reyndi lögreglumaðurinn að koma honum í bílinn. Er honum gefið að sök að hafa skellt afturhurð lögreglubílsins allt að fjórum til fimm sinnum þrátt fyrir að fætur hins handtekna voru ekki komnir inn í bílinn. Hægri fótleggurinn lenti á milli með þeim afleiðingum að hann hlaut tilfærð brot á sköflungi og sperrilegg hægri fótleggjar sem þurfti að rétta af með skurðaðgerð.Mál hins lögreglumannsins, konu, var látið niður falla.Vísir/VilhelmRíkissaksóknari sneri við ákvörðun Tveir lögreglumenn, karl og kona, sættu rannsókn vegna handtökunnar en aðeins annar þeirra sætir ákæru. Þeir voru kallaðir út að Hamborgarabúllunni vegna þess að gestir á veitingastaðnum, tveir menn, voru ölvaðir og með læti. Maðurinn, sem slasaðist illa á fæti, neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Héraðssaksóknari fór með rannsókn á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að þótt gögn málsins bentu til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, væru ekki nægar líkur á sakfellingu í málinu. Gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Var ákveðið að ákæra ekki í málinu. Ríkissaksóknari féllst á þetta í tilfelli annars lögreglumannsins en felldi úr gildi ákvörðunina varðandi hinn. Var héraðssaksóknara falið að taka máið á hendur honum til ákærumeðferðar.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmSkildi ekki spurningar um kennitölu „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, í samtali við fréttastofu sumarið 2017. Freyr sagði mennina tvo hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hefðu báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Honum hafi ekki staðið á sama vegan ólátanna og óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ sagði Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn.Mjög harkalegt og gróft „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr sagði lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Lögmaður mannsins sem fótbrotnaði segir skjólstæðing sinn hafa flutt úr landi síðan árásin var gerð.
Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. 25. janúar 2019 06:45 Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni. 31. janúar 2019 11:13 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. 25. janúar 2019 06:45
Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni. 31. janúar 2019 11:13
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00