Körfubolti

Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gærkvöldið var erfitt hjá Ivey.
Gærkvöldið var erfitt hjá Ivey.
Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn.

Njarðvík komst í 2-0 í rimmunni gegn ÍR en Breiðhyltingar gáfust ekki upp, unnu þrjá leiki í röð og sendu Njarðvíkurljónin í sumarfrí.

„Ég óska ÍR til hamingju og við áttum í vandræðum með Sigga Þorsteins,“ sagði Ivey eftir leikinn í viðtali við Svala Björgvinsson. „Ég veit ekki hvað gerðist hjá okkur. Svona er úrslitakeppnin. Menn verða að halda einbeitingu allan tímann.“

Tilfinningarnar helltust yfir Ivey skömmu eftir tapið og hann grét í faðmi konu sinnar. Hann átti síðan stund með Loga Gunnarssyni á ganginum þar sem eflaust féllu líka tár.

„Því miður eru þetta endalokin hjá mér. Þetta var mitt síðasta tímabil. Það er erfitt að enda þetta svona. Ég þarf að reyna að rifja upp góðu stundirnar í kvöld og líka þær slæmu því þær eru hluti af leiknum,“ sagði Ivey með kökk í hálsinum.

Sjá má viðtalið og umræðu um Ivey í Körfuboltakvöldi hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi eftir tapið gegn ÍR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×