Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:11 Frá Hlemmi í gærmorgun þegar farþegar biðu eftir strætó á meðan akstur lá niðri. Vísir/EgillA Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst. Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst.
Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30