Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 01:08 Það var þónokkur umgangur inn og út úr karphúsinu í kvöld. Vísir/Sigurjón Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira