Formúla 1

Perez: Ég mun aldrei gleyma þessari helgi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg fagnaði af innlifun eftir keppnina.
Nico Rosberg fagnaði af innlifun eftir keppnina. Vísir/getty
Nico Rosberg vann á Mercedes í fyrsta Formúlu 1 kappakstrinum í Mexíkó í 23 ár. Keppnin hefur veitt Rosberg smá sárabætur eftir erfiða keppni síðustu helgi.

„Góð keppni í dag, ég er ánægður að hafa unnið keppnina. Ég átti góða baráttu við Lewis (Hamilton). Áhorfendur voru ótrúlegir,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum.

„Nico ók vel í dag, áhorfendur hér hafa verið ótrúlegir, þvílík stemming,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.

„Ég er stoltur af liðinu, það er leitt að Kimi (Raikkonen) gat ekki haldið áfram. Liðið er að keppa eins og lið sem vill vinna keppnir sem er frábært,“ sagði Valtteri Bottas á verðlaunapallinum.

„Nico var betri í dag. Helstu áhyggjurnar voru að bremsurnar myndu ekki komast í gegnum keppnina. Dekkin voru slitin, það var ekki í boði að sleppa stoppinu, við höfðum tíma til að taka það,“ sagði Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes.

Sergio Perez þurfti að hafa töluvert fyrir hlutunum í dag.Vísir/Getty
„Þetta var ein af mínum erfiðustu keppnum, við tókum ekki þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. Við náðum meiri árangri í dag en niðurstaðan sínir. Ég fann orkuna frá áhorfendum og helgin hefur verið frábær. Ég mun aldrei gleyma þessari helgi,“ sagði heimamaðurinn Sergio Perez, sem endaði áttundi á Force India bílnum.

„Þetta var góð keppni og góð stig fyrir liðið, ég gat ekki varist fram úr akstrinum undir lokin. Ég gat bara ekkert gert á beinakaflanum,“ sagði Daniil Kvyat sem endaði fjórði á Red Bull eftir að Bottas tók fram úr honum þegar öryggisbíllinn fór inn.

„Það er svekkjandi að Daniil hafi ekki náð ráspól eftir frammistöðuna í dag. Þeir stóðu sig báðir vel í dag. Allt liðið stóð sig vel. Við erum á fullu að reyna að finna lausn á vélamálum, við förum alveg að verða of seinir að ákveða okkur,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull.

„Leiðinlegt að lenda í þessu en þetta gerðist bara í fyrstu beygju, ég vil ekki kenna neinum um,“ sagði Sebastian Vettel.


Tengdar fréttir

Rosberg á ráspól í Mexíkó

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1.

Nico Rosberg vann í Mexíkó

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×