Erlent

Vélin splundraðist í háloftunum

Samúel Karl Ólason skrifar
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af.
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af. Vísir/EPA
Rússneska flugvélin sem brotlenti á Sinai-skaga í Egyptalandi í gær, fór í sundur þegar hún var enn hátt á lofti. Þetta segir sérfræðingur flugmálastofnunar Rússlands, en hann segir þó að enn sé of snemmt að segja til um nákvæmlega hvernig slysið gerðist.

Yfirvöld í Rússlandi hafa bannað flugfélaginu Kogalymavia að notast við aðrar flugvélar fyrirtækisins af sömu gerð þar til ástæða slyssins hefur verið fundin.

224 létu lífið í slysinu.

Sjá einnig: Flugmaðurinn tilkynnti tæknilega örðugleika

„Eyðileggingin átti sér stað í háloftunum og brak úr vélinni er dreift á um 20 ferkílómetra svæði,“ hefur Reuters fréttaveitan Viktor Sorochenko, yfirmanni flugmálastofnunar Rússlands.

Sjá einnig: Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað

Flugvélin brotlenti eftir tæplega hálftímaflug frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi á leið til St. Pétursborgar.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi í dag og næstu tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×