Í lífshættu vegna mistaka í tölvukerfi Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 19:30 Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira