Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt 9. desember 2010 04:00 Þingmenn leita leiða út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um land allt. Ekki tekst að manna þær námsstöður í faginu sem eru í boði fyrir íslenska lækna. Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. Þingmenn veltu fyrr í vikunni upp þeim möguleikum að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæslan geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Þingmenn allra flokka virtust sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða sjúkrahúsum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að í Bretlandi og Bandaríkjunum hefðu hjúkrunarfræðingar meiri réttindi en hér á landi til að greina einfalda sjúkdóma og gefa út lyfseðla. Einnig væru þar starfandi sérmenntaðir aðstoðarmenn lækna, sem önnuðust einfalda skoðun og öfluðu upplýsinga frá sjúklingum. Kanna þyrfti ítarlega hvort menntun í þessi störf ætti heima í langtímastefnumörkun fyrir heilsugæsluna á Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG og starfandi læknir, sagði að vandinn við það að byggja upp heilsugæsluna hér á landi væri meðal annars fólginn í því að tíu til fjórtán ár tæki að mennta einn heimilislækni. Kanna þyrfti hvað það væri í starfsumhverfi heimilislækna sem ylli því að þær námsstöður sem byðust fylltust ekki. Ólafur Þór og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, lögðu áherslu á mikilvægi langtímastefnumótunar í málum heilsugæslunnar. Ólafur Þór sagði að hér á landi væru til hjúkrunarfræðingar með sérmenntun sem veittu leyfi til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla víða erlendis. Skoða mætti möguleika á að nýta krafta þeirra betur. peturg@frettabladid.is Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. Þingmenn veltu fyrr í vikunni upp þeim möguleikum að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæslan geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Þingmenn allra flokka virtust sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða sjúkrahúsum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að í Bretlandi og Bandaríkjunum hefðu hjúkrunarfræðingar meiri réttindi en hér á landi til að greina einfalda sjúkdóma og gefa út lyfseðla. Einnig væru þar starfandi sérmenntaðir aðstoðarmenn lækna, sem önnuðust einfalda skoðun og öfluðu upplýsinga frá sjúklingum. Kanna þyrfti ítarlega hvort menntun í þessi störf ætti heima í langtímastefnumörkun fyrir heilsugæsluna á Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG og starfandi læknir, sagði að vandinn við það að byggja upp heilsugæsluna hér á landi væri meðal annars fólginn í því að tíu til fjórtán ár tæki að mennta einn heimilislækni. Kanna þyrfti hvað það væri í starfsumhverfi heimilislækna sem ylli því að þær námsstöður sem byðust fylltust ekki. Ólafur Þór og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, lögðu áherslu á mikilvægi langtímastefnumótunar í málum heilsugæslunnar. Ólafur Þór sagði að hér á landi væru til hjúkrunarfræðingar með sérmenntun sem veittu leyfi til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla víða erlendis. Skoða mætti möguleika á að nýta krafta þeirra betur. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira