Enski boltinn

United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir voru í stuði í kvöld.
Þessir voru í stuði í kvöld. vísir/getty
Manchester United rúllaði yfir Cardiff í síðasta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var fyrsti leikurinn undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær.

United lék á alls oddi í leiknum. Liðið spilaði frábæran fótbolta og vann að endingu 5-1 sigur. Jesse Lingard gerði tvö mörk og þeir Ander Herrea, Marcus Rashford og Anthony Martial eitt hver.

Þegar litið er á söguna kemur eitt athyglisvert í ljós. Það er að United hefur ekki skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni síðan að Sir Alex Ferguson hætti með liðið. Raunar var það síðasti leikur Ferguson með liðið, útileikur gegn West Brom sem lauk með 5-5 jafntefli.

Það eru 2.043 dagar síðan og þrír þjálfarar hafa stýrt United síðan þá; David Moyes, Louis van Gaal og nú síðast Jose Mourinho. Norðmaðurinn var ekki lengi að stimpla sig inn.


Tengdar fréttir

Draumabyrjun Solskjær

Ole Gunnar Solskjær fékk heldur betur druamabyrjun sem stjóri Manchester United er liðið vann öruggan 5-1 sigur á Cardiff á útivelli í kvöld í fyrsta leik Norðmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×