Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 23:41 Herlögregla á vegum efnahagsráðuneytis Ítalíu sinnir nú eftirliti með því hvort þeir sem ferðast á milli ítalskra héraða hafi tilskilda pappíra sem sanna að ferðir viðkomandi séu af mikilvægum toga. Vísir/EPA Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira