Erlent

Pútin vill skipta Úkraínu upp

Vladimír Pútin Rússlandsforseti vill gera austurhluta Úkraínu að sjálfstæðu ríki. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra gagnvart Úkraínu.  

Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu, sem nú hefur sttaðið yfir síðan í mars og kostað um 2600 mans lífið. Nær öruggt þykir að Rússar hafi síðustu daga sent vopnabyrgðir og hersveitir yfir úkraínsku landamærin til að skilja við bakið á aðskilnaðarsinnum sem vilja að Úkraína verði hluti af Rússlandi. 

Leiðtogar aðildarríkja ESB komu saman í Brussel í gær þar sem ákveðið var að herða viðskiptaþvinganir og aðrar refsiaðgerðir gegn Rússum, en aðgerðirnar verða kynntar á næstu dögum. 

Rússar neita því staðfastlega að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu en Vladimír Pútín Rússlandsforseti kennir stjórnvöldum í Úkraínu um hvernig málunum er háttað. Hann lét hafa eftir sér í viðtali við rússneska fjölmiðla í dag að hann myndi vilja að austurhluti úkraínu yrði gerður að sjálfstæðu ríki til að binda enda á átökin í landinu og segir að úkraínsk yfirvöld gætu ekki gert annað en að hlusta á kröfur fólksins í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×