Viðskipti innlent

Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni

Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúmt prósent það sem af er dags og stendur vísitalan í 4.610 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í október árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×