Gengið féll af því að vaxta- skiptamarkaðurinn þornaði upp Friðrik Indriðason skrifar skrifar 19. mars 2008 09:10 Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp en hann er ein helsta leið vaxtamunarviðskipta og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf. Vaxtaskiptasamningar eru það þegar fjárfestar eða aðrir skipa á milli sín greiðsluflæði vegna fjárskuldbindinga. Slíkir samningar geta verið þar sem menn skipta um greiðsluflæði á föstum og fljótandi vöxtum eða þar sem skipst er á greiðsluflæði vaxta í mismunandi myntum. Sem einfalt dæmi má taka að Jón skuldar 100 króna bréf með 5% föstum vöxtum. Gunna skuldar 100 króna bréf með breytilegum vöxtum sem standa í 4% í augnablikinu en miklar líkur eru á að þeir verði komnir í 6% í lok líftíma bréfsins. Nú heldur Gunna að sínir vextir fari hækkandi og bíður Jón upp á vaxtaskiptasamning því hún getur vel sætt sig við 5%. Jón tekur boðinu ef hann heldur að vextirnir verði áfram undir 5%. Hér er bara verið að skipta á vaxtagreiðslunum en höfuðstóllinn er eftir sem áður í höndum Jóns og Gunnu. Krónubréf eru ein angi vaxtaskiptasamninga þar sem lán er tekið í lágvaxtamynt og endurlánað í hávaxtamynt. Vegna erfiðs aðgengis að erlendu lánsfjármagni hefur vaxtamunur íslenskrar krónu við evru nær horfið til skamms tíma og við slíkar aðstæður eru krónubréfaútgáfur erfiðar. Greining Glitnis fjallar m.a. um áhrif þessa á skuldabréfamarkað í Morgunkorni sínu í dag og þar segir: "Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf." Samhliða þessu hefur eftirspurn eftir ríkisbréfum stóraukist og verð á stuttum flokkum ríkisbréfa hækkað mikið. Framboð ríkisbréfa er þó takmarkað og þau geta ekki komið alfarið í stað vaxtaskiptasamninga. Hvað krónubréfin varðar munu 27 milljarðar kr. koma á gjalddaga í þessum mánuði.Þar af er stór útgáfa 25 milljarðar kr. sem er að mestu eða öllu leyti í eigu innlendra aðila og mun þar af leiðandi ekki hafa áhrif á gengi krónunnar. Á 2. ársfjórðungi eru 33 milljarðar kr. krónubréfa á gjalddaga en ólíklegt er að það muni hafa teljandi áhrif á gengi krónunnar þó svo að ekkert að þeim útgáfum verði framlengt. Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp en hann er ein helsta leið vaxtamunarviðskipta og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf. Vaxtaskiptasamningar eru það þegar fjárfestar eða aðrir skipa á milli sín greiðsluflæði vegna fjárskuldbindinga. Slíkir samningar geta verið þar sem menn skipta um greiðsluflæði á föstum og fljótandi vöxtum eða þar sem skipst er á greiðsluflæði vaxta í mismunandi myntum. Sem einfalt dæmi má taka að Jón skuldar 100 króna bréf með 5% föstum vöxtum. Gunna skuldar 100 króna bréf með breytilegum vöxtum sem standa í 4% í augnablikinu en miklar líkur eru á að þeir verði komnir í 6% í lok líftíma bréfsins. Nú heldur Gunna að sínir vextir fari hækkandi og bíður Jón upp á vaxtaskiptasamning því hún getur vel sætt sig við 5%. Jón tekur boðinu ef hann heldur að vextirnir verði áfram undir 5%. Hér er bara verið að skipta á vaxtagreiðslunum en höfuðstóllinn er eftir sem áður í höndum Jóns og Gunnu. Krónubréf eru ein angi vaxtaskiptasamninga þar sem lán er tekið í lágvaxtamynt og endurlánað í hávaxtamynt. Vegna erfiðs aðgengis að erlendu lánsfjármagni hefur vaxtamunur íslenskrar krónu við evru nær horfið til skamms tíma og við slíkar aðstæður eru krónubréfaútgáfur erfiðar. Greining Glitnis fjallar m.a. um áhrif þessa á skuldabréfamarkað í Morgunkorni sínu í dag og þar segir: "Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf." Samhliða þessu hefur eftirspurn eftir ríkisbréfum stóraukist og verð á stuttum flokkum ríkisbréfa hækkað mikið. Framboð ríkisbréfa er þó takmarkað og þau geta ekki komið alfarið í stað vaxtaskiptasamninga. Hvað krónubréfin varðar munu 27 milljarðar kr. koma á gjalddaga í þessum mánuði.Þar af er stór útgáfa 25 milljarðar kr. sem er að mestu eða öllu leyti í eigu innlendra aðila og mun þar af leiðandi ekki hafa áhrif á gengi krónunnar. Á 2. ársfjórðungi eru 33 milljarðar kr. krónubréfa á gjalddaga en ólíklegt er að það muni hafa teljandi áhrif á gengi krónunnar þó svo að ekkert að þeim útgáfum verði framlengt.
Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira