Sport

Ísland í 30. sæti á HM í keilu

Íslenska liðið áður en það hóf keppni í morgun.
Íslenska liðið áður en það hóf keppni í morgun. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson
Ísland hafnaði í 30. sæti í keppni fimm manna liða á HM í keilu í Abu Dhabi sem lauk í dag.

Íslenska liðið náði sér ekki á strik í þessum hluta mótsins. Skúli Sigurðsson stóð sig best í íslenska liðinu en hann skilaði 206 meðaltali í liðakeppninni. Meðaltal íslenska liðsins var 197.

Arnar Davíð Jónsson, sem stóran hluta mótsins var að berjast við að komast í lokaúrslit mótsins (24 manna úrslit) endaði í 49. sæti af 272 keppendum sem er frábær árangur. Arnar Davíð spilaði frábærlega framan af en seinni hluti mótsins gekk ekki jafn vel hjá honum.

Íslenska liðið er væntanlegt heim á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×