Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 09:00 Liverpool mennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Andy Robertson, Roberto Firmino, Trent Alexander-Arnold, Virgil Van Dijk og Mohamed Salah eru örugglega orðnir óþreyjufullir eftir því að fá að tryggja sér titilinn. Getty/Laurence Griffiths Ensku úrvalsdeildarliðin vinna núna út frá verkefninu „Project Restart“ sem enska úrvalsdeildin kynnti fyrir félögunum á síðasta fundi þeirra. Kórónuveiran COVID-19 hefur séð til þess að ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan 13. mars síðastliðinn og liðin í deildinni eiga eftir að spila níu eða tíu leiki. Enska úrvalsdeildin er á fullu að skipuleggja endurkomu sína en allt mun þó ráðast af því hvort hún fái grænt ljós frá stjórnvöldum og sýni fram á að hægt sé að fylgja öllum reglum um smithættu. Could Premier League football be back on our screens on June 8? @Lawton_Times details the "Project Restart" plan that aims to resume the season behind closed doors https://t.co/Yr2mfF0YUm— Times Sport (@TimesSport) April 27, 2020 Sumarleikir ensku úrvalsdeildarinnar eru nú sagðir skrefi nær veruleikanum ef marka má fréttir af nýju skipulagi deildarinnar sem félögin fengu í hendurnar á dögunum. The Times fjallar um „Project Restart“ en samkvæmt því er ætlunin að klára tímabilið án áhorfenda og á útvöldum leikvöngum sem standast strangar öryggiskröfur. Ein aðalástæðan fyrir þvi að spila leikina á fáum leikvöllum er að minnka þörfina fyrir lögreglumenn, læknisþjónustu og prófanir. Græna ljósið þarf samt alltaf að koma frá stjórnvöldum. Samkvæmt „Project Restart“ eiga liðin að byrja að æfa fyrir 18. maí og leikirnir fara síðan af stað þremur vikum síðan. Á áætlun er síðan að klára mótið frá 8. júní til 27. júlí. Start date confirmed Approved stadiums onlyThe Premier League looks set to return, with only 'approved stadiums' hosting matches. https://t.co/6MKBAGD3Ay— SPORTbible (@sportbible) April 27, 2020 Það mun koma í ljós 1. maí næstkomandi hvaða vellir fá það verkefni að hýsa síðustu níu umferðirnar en um það verður sérstök kosning. Stjórnvöld hafa líka hvatt ensku úrvalsdeildina til að hefja aftur leik og klára tímabilið því það er að þeirra mati talið geta haft góð áhrif á ensku þjóðarsálina á þessum erfiðum tímum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin vinna núna út frá verkefninu „Project Restart“ sem enska úrvalsdeildin kynnti fyrir félögunum á síðasta fundi þeirra. Kórónuveiran COVID-19 hefur séð til þess að ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan 13. mars síðastliðinn og liðin í deildinni eiga eftir að spila níu eða tíu leiki. Enska úrvalsdeildin er á fullu að skipuleggja endurkomu sína en allt mun þó ráðast af því hvort hún fái grænt ljós frá stjórnvöldum og sýni fram á að hægt sé að fylgja öllum reglum um smithættu. Could Premier League football be back on our screens on June 8? @Lawton_Times details the "Project Restart" plan that aims to resume the season behind closed doors https://t.co/Yr2mfF0YUm— Times Sport (@TimesSport) April 27, 2020 Sumarleikir ensku úrvalsdeildarinnar eru nú sagðir skrefi nær veruleikanum ef marka má fréttir af nýju skipulagi deildarinnar sem félögin fengu í hendurnar á dögunum. The Times fjallar um „Project Restart“ en samkvæmt því er ætlunin að klára tímabilið án áhorfenda og á útvöldum leikvöngum sem standast strangar öryggiskröfur. Ein aðalástæðan fyrir þvi að spila leikina á fáum leikvöllum er að minnka þörfina fyrir lögreglumenn, læknisþjónustu og prófanir. Græna ljósið þarf samt alltaf að koma frá stjórnvöldum. Samkvæmt „Project Restart“ eiga liðin að byrja að æfa fyrir 18. maí og leikirnir fara síðan af stað þremur vikum síðan. Á áætlun er síðan að klára mótið frá 8. júní til 27. júlí. Start date confirmed Approved stadiums onlyThe Premier League looks set to return, with only 'approved stadiums' hosting matches. https://t.co/6MKBAGD3Ay— SPORTbible (@sportbible) April 27, 2020 Það mun koma í ljós 1. maí næstkomandi hvaða vellir fá það verkefni að hýsa síðustu níu umferðirnar en um það verður sérstök kosning. Stjórnvöld hafa líka hvatt ensku úrvalsdeildina til að hefja aftur leik og klára tímabilið því það er að þeirra mati talið geta haft góð áhrif á ensku þjóðarsálina á þessum erfiðum tímum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira