Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 19:18 Þrír meintir liðsmenn Undirstöðunnar sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð. AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05