Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06