Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 11:24 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. Heilbrigðisyfirvöld verði að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsvert hefur verið rætt um mögulega seinni bylgju kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur, nú þegar sú fyrsta er að ganga yfir víða um heim. Þannig hefur yfirmaður sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sagt að seinni bylgjan gæti orðið enn skæðari en sú sem nú geisar. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld á Íslandi lagt mikla áherslu á að halda áfram aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar – slagurinn sé ekki unninn. Víðir benti einmitt á í Bítinu í morgun að ekki mætti slaka alveg á í baráttunni. „Það eru margir vísindamenn að spá því að, af því að það eru tiltölulega fáir orðnir smitaðir, þannig að ef það kæmi upp ný bylgja, að hún fengi einhvern veginn að grassera óáreitt, þá myndum við fá verri bylgju,“ sagði Víðir. Ómögulegt væri þó að segja til um það hvenær hún kæmi upp. Hafa fylgst vel með Singapúr Í því samhengi nefndi hann Singapúr, sem hann kvað yfirvöld hér hafa fylgst vel með í byrjun faraldursins. Þar var farið svipað af stað og á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld virtust hafa náð tökum á faraldrinum. Nú hefur hins vegar tekið að bera á stórum hópsýkingum veirunnar í landinu, einkum meðal erlendra farandverkamanna. „Svo er aftur á móti núna staðbundnar hópsýkingar eins og það sem við höfum verið að tala um í Vestmannaeyjum og Bolungarvík. Þeir eru að sjá það hjá sér að það eru að smitast stórir hópar sem búa þétt og lítið um smit þar fyrir utan. Þannig að þetta er eitthvað sem við erum undirbúnir undir að takast á við,“ sagði Víðir. „Við megum ekki láta þetta plata okkur“ Sérstaklega væri mikilvægt að leggja ekki árar í bát næsta vetur, þegar hin árlega inflúensa fer að herja á landsmenn. „Það er alveg hætta, að þegar inflúensan næsta vetur kemur, þar sem er mikið um tilfelli þar sem menn eru að veikjast og þá að reyna að greina einhvern veginn á milli. Þannig að þá skiptir þessi sýnataka öllu máli, þannig að við höldum áfram að halda uppi þessari getu að geta tekið sýni úr öllum þó svo að það verði bara eitt og eitt sem er Covid, á meðan 99 prósent er inflúensan. Við megum ekki láta þetta plata okkur. Það verður mikil áskorun fyrir alla að halda fókus í því þannig að við lendum ekki í því að fatta það að það sé komin ný bylgja þegar fólk er komið inn á gjörgæslu,“ sagði Víðir. Nú væru þó vissulega bjartari tímar framundan. „Við eigum að njóta lífsins og við eigum að fara í Smáralindina og kaupa skóna, kaupa stuttermabolinn og ef okkur vantar nýjar stuttbuxur, þá eigum við að gera það. En ég held að með því að við tölum áfram um þetta, þessi grundvallaratriði sem skipta máli, þá verði þetta í lagi.“ Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. Heilbrigðisyfirvöld verði að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsvert hefur verið rætt um mögulega seinni bylgju kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur, nú þegar sú fyrsta er að ganga yfir víða um heim. Þannig hefur yfirmaður sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sagt að seinni bylgjan gæti orðið enn skæðari en sú sem nú geisar. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld á Íslandi lagt mikla áherslu á að halda áfram aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar – slagurinn sé ekki unninn. Víðir benti einmitt á í Bítinu í morgun að ekki mætti slaka alveg á í baráttunni. „Það eru margir vísindamenn að spá því að, af því að það eru tiltölulega fáir orðnir smitaðir, þannig að ef það kæmi upp ný bylgja, að hún fengi einhvern veginn að grassera óáreitt, þá myndum við fá verri bylgju,“ sagði Víðir. Ómögulegt væri þó að segja til um það hvenær hún kæmi upp. Hafa fylgst vel með Singapúr Í því samhengi nefndi hann Singapúr, sem hann kvað yfirvöld hér hafa fylgst vel með í byrjun faraldursins. Þar var farið svipað af stað og á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld virtust hafa náð tökum á faraldrinum. Nú hefur hins vegar tekið að bera á stórum hópsýkingum veirunnar í landinu, einkum meðal erlendra farandverkamanna. „Svo er aftur á móti núna staðbundnar hópsýkingar eins og það sem við höfum verið að tala um í Vestmannaeyjum og Bolungarvík. Þeir eru að sjá það hjá sér að það eru að smitast stórir hópar sem búa þétt og lítið um smit þar fyrir utan. Þannig að þetta er eitthvað sem við erum undirbúnir undir að takast á við,“ sagði Víðir. „Við megum ekki láta þetta plata okkur“ Sérstaklega væri mikilvægt að leggja ekki árar í bát næsta vetur, þegar hin árlega inflúensa fer að herja á landsmenn. „Það er alveg hætta, að þegar inflúensan næsta vetur kemur, þar sem er mikið um tilfelli þar sem menn eru að veikjast og þá að reyna að greina einhvern veginn á milli. Þannig að þá skiptir þessi sýnataka öllu máli, þannig að við höldum áfram að halda uppi þessari getu að geta tekið sýni úr öllum þó svo að það verði bara eitt og eitt sem er Covid, á meðan 99 prósent er inflúensan. Við megum ekki láta þetta plata okkur. Það verður mikil áskorun fyrir alla að halda fókus í því þannig að við lendum ekki í því að fatta það að það sé komin ný bylgja þegar fólk er komið inn á gjörgæslu,“ sagði Víðir. Nú væru þó vissulega bjartari tímar framundan. „Við eigum að njóta lífsins og við eigum að fara í Smáralindina og kaupa skóna, kaupa stuttermabolinn og ef okkur vantar nýjar stuttbuxur, þá eigum við að gera það. En ég held að með því að við tölum áfram um þetta, þessi grundvallaratriði sem skipta máli, þá verði þetta í lagi.“ Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27. apríl 2020 08:23
Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37