Hvetur sádiarabísk stjórnvöld til að endurskoða refsingu al-Nim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2015 16:17 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/ap Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06
Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38