Innlent

Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chastity Rose Dawson Gísladóttir er laus úr tilfinningarússíbana sem hún hefur verið farþegi í allt of lengi. Þannig lýsir hin 19 ára gamla Chastity léttinum þegar henni barst símtal upp úr klukkan fjögur síðdegis í gær. Hæstiréttur kveður upp dóma á fimmtudögum og hafði þá kveðið upp dóm sinn í fimm og hálfs ára gömlu kynferðisbrotamáli en brotin áttu sér stað þegar Chastity Rose var fjórtán ára gömul.

Hinn dæmdi, Ingvar Dór Birgisson, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi í gær en Hæstiréttur staðfesti einfaldlega dóm í héraði frá því í ársbyrjun. Var það í annað skiptið sem málið kom fyrir Hæstarétt en Hæstiréttur vísaði þriggja og hálfs árs fangelsisdómi í héraðsdómi haustið 2013 aftur heim í hérað þar sem talið var að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins. Héraðsdómur hefði ekki lagt mat á öll sönnunargögn.

Chastity tjáði sig um málið á Facebook í gær.

I didn't want a battle, yet you declared war, each knock you gave me made me stronger than before. I won't give up, I...

Posted by Chastity Rose Dawson Gísladóttir on Thursday, October 1, 2015
Ingvar Dór var dæmdur fyrir að hafa annars vegar áreitt Chastity kynferðislega á heimili sínu og í síðari heimsókn stúlkunnar nauðgað henni. Kynni tókust með þeim á netinu en stúlkan var nýflutt til Íslands, þekkti fáa og í vinaleit.

„Ég vildi ekki berjast en þú lýstir yfir stríði á hendur mér, hvert högg styrkti mig. Ég læt ekki undan, ég gefst ekki upp. Þú brýtur mig ekki og ég leyfði þér sannarlega ekki að komast upp með þetta!“ segir Chastity í opnum pósti á Fésbókinni.

Hún þakkar fjölskyldu, vinum og ókunnugum sem hafi stutt sig í gegnum árin. Nú sé hún ekki lengur um borð í rússíbana tilfinninga og tími til að fagna.

Chastity sagði í samtali við Vísi fyrr á árinu hafa opnað sig vegna málsins á Facebook fyrir tveimur árum vegna seinagangsins. Henni fannst vera kominn tími á að almenningur yrði upplýstur þar sem svo hægt gengi að fá niðurstöðu í málið sem hafi verið á borði lögreglu frá því sumarið 2010.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×