Landeigendur við Hrunalaug ráðþrota Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. júlí 2014 21:01 Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira