Landeigendur við Hrunalaug ráðþrota Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. júlí 2014 21:01 Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Landeigendur við Hrunalaug í Hrunamannahreppi segjast vera ráðalausir vegna ferðamanna sem flykkjast nú þangað í stórum stíl. Umgengnin er oft á tíðum slæm og landið farið að láta á sjá.Eiríkur Steindórsson á landið sem Hrunalaug tilheyrir en hann segir ferðamannastrauminn hafa aukist jafnt og þétt síðan laugin rataði í ferðabók fyrir um fimm árum síðan. Nú finnst varla sá íslenski leiðarvísir þar sem ekki er á hana minnst. Í ár varð algjör sprenging í aðsókn en um tvö hundruð ferðamenn, íslenskir og erlendir, leggja leið sína í Hrunalaug dag hvern. Það má því ætla að mörg þúsund manns fari um landið yfir sumartímann. Landið sem Hrunalaug tilheyrir hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði, en afi Eiríks hlóð efri laugina fyrir meira en hundrað árum síðan. Honum brá því heldur illa í brún þegar einhverjir laugargestir höfðu tekið sig til og fært steina úr hleðslunni. „Það þótti mér verst. Þeir voru að reyna að gera einhverja stíflu úr þessu,“ segir Eiríkur. Eiríkur og Helena, dóttir hans, vita til þess að ferðaþjónustufyrirtæki selji rútuferðir í Hrunalaug. Sjálf hafa þau aldrei rukkað fyrir aðgang í laugina og fara nokkrum sinnum í viku til að týna upp rusl í kringum svæðið og sinna viðhaldi. Það er farið að sjást verulega á landinu vegna aukins álags. „Auðvitað viljum við að fólk njóti náttúrunnar og við erum ofboðslega stolt af þessum stað. Þetta er bara alltof mikið, við komust ekki einu sinni sjálf að hérna. Við erum svona að velta fyrir okkur hvað er best að gera, hvort við förum í uppbyggingu eða lokum svæðið einfaldlega af, “ segir Helena, en þau feðgin vilja benda ferðamönnum á laugarnar tvær á Flúðum, sundlaugina og gömlu laugina í Hvammi.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira