Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:28 Efnahagur fólks má ekki koma í veg fyrir að það sæki sér viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu að sögn formanns Sálfræðingafélags íslands. vísir/getty Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi. Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi.
Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira