Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2020 14:05 Lífeyrissjóðir eru meðal stærstu hluthafa í Icelandair og þurfa að ákveða hvort þeir ætli að taka þátt í hlutafjárútboði félagsins vegna stöðunnar á flugmarkaði. Vísir/ Vilhelm Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. Icelandair hyggst segja upp stórum hluta starfsmanna sinna um mánaðarmótin vegna erfiðrar stöðu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri félagsins sagði á Sprengisandi í gær að félagið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu mánuði, í raun væri um væri að ræða algjöran tekjubrest. Félagið kæmist ekki gegnum sumarið nema nýtt fé kæmi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé þar sem uppleggið er að fá fjárfesta að félaginu og hugsanlega kæmi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Stærsti hluthafinn í félaginu er Par Investment Partners L.P. Boston en það félag seldi um 0,2% hlut í flugfélaginu fyrir helgi og fer nú með 13,5 % hlut í félaginu. Meðal annarra stærstu hluthafa í Icelandair eru ellefu lífeyrissjóðir. Þar er Lífeyrissjóður Verslunarmanna næststærstur með um tólf prósenta hlut. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er verið að meta kosti þess þar að kaupa nýtt hlutafé í Icelandair. Samtals eiga lífeyrisjóðirnir eiga 43,6% í Icelandair Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins A- deild eru í þriðja, fjórða og fimmta sæti og aðrir lífeyrissjóðir þar fyrir neðan. Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfaverði félagsins síðustu þrjá mánuði en gengið var um 6 á hlut í byrjun mars en var í kringum 2,8 í morgun og hafði hækkað um frá því fyrir helgi. Visir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ekki verði farið í björgunaraðgerðir vegna Icelandair nema það sé góður fjárfestingarkostur. „Staðan er flókin fyrir lífeyrissjóði sem eru stórir hluthafar í Icelandair og þeir þurfa fyrst og fremst að taka ákvarðanir sem byggja fyrst og fremst á hagsmunum sjóðsfélaga. Lífeyrissjóðir hafa enga heimild til þess að taka mikla áhættu þannig að þeir munu taka ákvörðun út frá gæðum fjárfestingarinnar sem slíkrar. Þeir munu ekki bara koma með fjármagn inn í félagið af því ríkið gerir það. Þetta verður tekið á faglegum forsendum. Þá hafa verkalýðsfélögin ályktað að lífeyrissjóðir taki tillit til þess hvernig komið er fram við starfsfólk og að fyrirtæki fari að leikreglum á vinnumarkaði sem við höfum sett þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar almennt. við fylgjumst mjög vel með því hvað sjóðirnir eru að gera þessa dagana. Þeir eru í mjög sérstakri stöðu þar sem að markaðir hafa verið í frjálsu falli og mörg fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna líta ekkert alltof vel út,“ segir Ragnar Þór. Það sé ekki öfundsverð staða að stjórna lífeyrissjóði í dag. „Það er ekki hægt að réttlæta frekari fjárfestingar nema hægt sé að sýna fram á rekstrarlegar forsendur. Það gera sér allir grein fyrir því að þegar flugið og ferðaþjónustan taka við sér aftur þá gerist það hægt og verður ekki liðið að það verði „gamblað“ með eignir sjóðsfélaga. Það verðru ekki farið í sérstakar björgunaraðgerðir bara til að tryggja aðgjang að fjármagni frá ríkinu heldur verður aðeins tekin fagleg ákvörðun,“ segir Ragnar Þór. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Fréttir af flugi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. 26. apríl 2020 17:32 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. Icelandair hyggst segja upp stórum hluta starfsmanna sinna um mánaðarmótin vegna erfiðrar stöðu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri félagsins sagði á Sprengisandi í gær að félagið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu mánuði, í raun væri um væri að ræða algjöran tekjubrest. Félagið kæmist ekki gegnum sumarið nema nýtt fé kæmi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé þar sem uppleggið er að fá fjárfesta að félaginu og hugsanlega kæmi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Stærsti hluthafinn í félaginu er Par Investment Partners L.P. Boston en það félag seldi um 0,2% hlut í flugfélaginu fyrir helgi og fer nú með 13,5 % hlut í félaginu. Meðal annarra stærstu hluthafa í Icelandair eru ellefu lífeyrissjóðir. Þar er Lífeyrissjóður Verslunarmanna næststærstur með um tólf prósenta hlut. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er verið að meta kosti þess þar að kaupa nýtt hlutafé í Icelandair. Samtals eiga lífeyrisjóðirnir eiga 43,6% í Icelandair Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins A- deild eru í þriðja, fjórða og fimmta sæti og aðrir lífeyrissjóðir þar fyrir neðan. Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfaverði félagsins síðustu þrjá mánuði en gengið var um 6 á hlut í byrjun mars en var í kringum 2,8 í morgun og hafði hækkað um frá því fyrir helgi. Visir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ekki verði farið í björgunaraðgerðir vegna Icelandair nema það sé góður fjárfestingarkostur. „Staðan er flókin fyrir lífeyrissjóði sem eru stórir hluthafar í Icelandair og þeir þurfa fyrst og fremst að taka ákvarðanir sem byggja fyrst og fremst á hagsmunum sjóðsfélaga. Lífeyrissjóðir hafa enga heimild til þess að taka mikla áhættu þannig að þeir munu taka ákvörðun út frá gæðum fjárfestingarinnar sem slíkrar. Þeir munu ekki bara koma með fjármagn inn í félagið af því ríkið gerir það. Þetta verður tekið á faglegum forsendum. Þá hafa verkalýðsfélögin ályktað að lífeyrissjóðir taki tillit til þess hvernig komið er fram við starfsfólk og að fyrirtæki fari að leikreglum á vinnumarkaði sem við höfum sett þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar almennt. við fylgjumst mjög vel með því hvað sjóðirnir eru að gera þessa dagana. Þeir eru í mjög sérstakri stöðu þar sem að markaðir hafa verið í frjálsu falli og mörg fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna líta ekkert alltof vel út,“ segir Ragnar Þór. Það sé ekki öfundsverð staða að stjórna lífeyrissjóði í dag. „Það er ekki hægt að réttlæta frekari fjárfestingar nema hægt sé að sýna fram á rekstrarlegar forsendur. Það gera sér allir grein fyrir því að þegar flugið og ferðaþjónustan taka við sér aftur þá gerist það hægt og verður ekki liðið að það verði „gamblað“ með eignir sjóðsfélaga. Það verðru ekki farið í sérstakar björgunaraðgerðir bara til að tryggja aðgjang að fjármagni frá ríkinu heldur verður aðeins tekin fagleg ákvörðun,“ segir Ragnar Þór.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Fréttir af flugi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. 26. apríl 2020 17:32 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47
Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. 26. apríl 2020 17:32
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00