Lífið

Allt að því Bítlaæði í Bolungarvík vegna veru Birkis Más í bænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Már er tengdasonur Bolungarvíkur.
Birkir Már er tengdasonur Bolungarvíkur. mynd/Jónas Sigursteinsson
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er tengdasonur Bolungarvíkur og á marga aðdáendur í bænum fallega á Vestfjörðum. Það má með sanni segja að leikmenn karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu séu meðal vinsælustu Íslendinga í dag eftir að þátttöku liðsins á Evrópumótinu lauk í síðustu viku. Einn þeirra er bakvörðurinn sem ákvað að fara með fjölskyldu sinni í frí til Bolungarvíkur en eiginkona hans er einmitt þaðan.

Þar hefur Birkir dvalið í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum sínum en þegar fréttist af veru hans í bænum urðu ungir aðdáendur landsliðsins mjög spenntir fyrir að fá að hitta Birki Má. Hefur verið stöðug umferð barna að húsi tengdaforeldra hans í bænum og mátt sjá hópa af börnum fyrir utan húsið í von um að fá hitta Birki til að spjalla við hann, fá eiginhandaráritun og auðvitað hvort hann vilji ekki fara í fótbolta með þeim. 

Hefur Birkir að sögn kunnugra tekið þessum mikla áhuga ungra knattspyrnuiðkenda í Bolungarvík fagnandi og gefið sér  góðan tíma í að spjalla og í myndatökur. 

Svakaleg stemning í Bolungarvík
Svo fór að Birkir mætti á æfingar hjá ungum iðkendum knattspyrnufélagsins Vestra í Bolungarvík í dag þar sem hann svaraði fjölda spurninga frá krökkunum um Evrópumeistaramótið og annað tengt knattspyrnunni.

Sjá einnig: Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík

Birkir er oft kallaður Vindurinn, enda gríðarlega sprettharður og líklega fljótasti leikmaður íslenska landsliðsins.

Eins og fram kom á blaðamannafundi út í Annecy í byrjun mánaðarins minnast kunnugir þess þegar Birkir Már, sem er þekktur fyrir sinn mikla hraða, sigraði hlaupabretti í íþróttahúsinu þar í bæ.


Tengdar fréttir

Birkir Már: Frábært, fáranlegt, magnað!

Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Íslands átti erfitt með að setja í orð hversu góð tilfinningin var í leikslok eftir sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×