Gasa: Hvað er til ráða?
En hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að knýja Ísraelsstjórn til að fara að alþjóðalögum og draga herlið sitt til baka frá Palestínu? Í fyrsta lagi ættum við að skoða vel hvort beita megi viðskiptaþvingunum á Ísrael til að knýja fram frið, sambærilegar þeim sem settar voru á aðskilnaðarstjórnina í Suður-Afríku á sínum tíma. Raunar getum við öll lagt okkar af mörkum í þeim efnum nú þegar með því að sniðganga ísraelskar vörur frá hernumdu svæðum Palestínu. Hér myndi hjálpa til ef slíkar vörur væru merktar sérstaklega, eins og kveðið er á um í þingsályktunartillögu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, frá síðasta vetri. Sú tillaga verður endurflutt í haust og hlýtur vonandi framgöngu á Alþingi.
Í öðru lagi getum við að sjálfsögðu þrýst á Ísraelsmenn eftir diplómatískum leiðum. Mikið hefur verið rætt um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og er sú hugmynd allrar athygli verð í ljósi alvarleika málsins. Einnig þyrfti að skoða hvort Ísland geti gripið til diplómatískra aðgerða sem eru sambærilegar því þegar Brasilía og Ekvador drógu sendiherra sína til baka frá Ísrael í síðustu viku. Í þriðja lagi er enn ekki útséð um að Sameinuðu þjóðirnar geti komið að lausn deilunnar, en þá skiptir miklu máli að breyta afstöðu Bandaríkjanna. Hingað til hafa Bandaríkin staðið í vegi fyrir öllum raunverulegum aðgerðum til að þrýsta á Ísrael á vettvangi SÞ, meðal annars með því að beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ ótal sinnum. Í ljósi sögu Íslands og Bandaríkjanna ætti Ísland að leita allra leiða til að þrýsta á Bandaríkin um að endurskoða stuðning sinn við framferði Ísraelshers í Palestínu.
Skoðun
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður
Guðni Ívar Guðmundsson skrifar
Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu
Einar Mikael Sverrisson skrifar
Staða hjúkrunar
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar
Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar
Erik Figueras Torras skrifar
Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga
Einar Hannesson skrifar
Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
VR og ungt fólk
Halla Gunnarsdóttir skrifar
Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum?
Ólafur Stephensen skrifar
Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja?
Eiður Ragnarsson skrifar
Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus
Sigvaldi Einarsson skrifar
Skaut kennaraforystan sig í fótinn
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
„Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“
Viðar Hreinsson skrifar
Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024
Helga Vala Helgadóttir skrifar
Ég er karl með vesen
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar
Áslaug Arna: Hamhleypa til verka
Þórður Gunnarsson skrifar
Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál
Skúli Bragi Geirdal skrifar
Aukin framrúðutjón á vegum landsins
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar
Ísland í hnotskurn
Hanna Lára Steinsson skrifar
„Löngum var ég læknir minn ...“
Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Hinir ósnertanlegu
Björn Ólafsson skrifar
Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá
Birgir Dýrfjörð skrifar
Þegar misvitringar leika listina að ljúga
Kristján Logason skrifar
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði
Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Kæra sjálfstæðisfólk
Snorri Ásmundsson skrifar
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs
Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Hvers virði er ein alda
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar