Erlent

Al-Sadr reynir að semja

Bráðabirgðastjórnin í Írak segir að sjíta klerkurinn Moqtada al-Sadr sé að semja um að fá að yfirgefa bænahús í borginni Najaf, óáreittur. Klerkurinn hefur haldið sig þar síðan Bandaríkjamenn hófu stórsókn inn í borgina í gær. Moqtada hefur gjarnan þennan háttinn á. Hann æsir til uppreisnar, hvetur liðsmenn sína til þess að berjast til síðasta blóðdropa og stingur sér svo sjálfur inn í eitthvert bænahúsið þegar í óefni er komið. Hann veit sem er að þangað fara Bandaríkjamenn ekki að sækja hann og hann hefur þá ráðrúm til þess að semja um nýtt vopnahlé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×