Viðskipti innlent

Steingrímur bendir á Karl bróður sinn

MH og JHH skrifar
Steingrímur segist ekki hafa fengið að vita um neitt sem í gangi var hjá Milestone
Steingrímur segist ekki hafa fengið að vita um neitt sem í gangi var hjá Milestone
„Mér var haldið utan við allt, og ekki upplýstur um margt hjá Milestone," sagði Steingrímur Wernersson, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, Annar dagur réttarhaldanna í Vafningsmálinu fer fram í dómnum í dag.

Málið snýst um 10 milljarða lánveitingu frá Glitni til Milestone í gegnum félögin Vafning og Svartháf. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, eru sakaðir um umboðssvik í tengslum við lánin.

Steingrímur átti um 40% hlut í Milestone. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði ekki átt neina aðkomu að lánasamningunum og benti á Karl Wernersson bróður sinn og stjórnendur Milestone, þegar hann var spurður út í málin í dómnum í dag.

Fylgstu með Vísi á Twitter, en þar getur þú fengið allar nýjustu upplýsingarnar frá réttarhöldunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×