Stærstu liðin borga rúman milljarð króna í keppnisgjöld Birgir Þór Harðarson skrifar 4. desember 2012 07:00 Stóru keppnisliðin þurfa að borga meira af peningum en áður til að fá að taka þátt í Formúlu 1. nordicphotos/afp Keppnisgjaldheimtunni í Formúlu 1 var breytt í haust. Keppnisgjöldin sem öll keppnisliðin verða að greiða til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) er að lágmarki 62,5 milljónir króna en að auki er stigafjöldi liðanna margfaldaður með 6000 dollurum, 750 þúsund íslenskum krónum. Red Bull-liðið, heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 árið 2012, fékk 460 stig í ár og borgar því mest allra eða 408 milljónir íslenskra króna. Samtals þurfa Red Bull, McLaren og Ferrari að punga út rúmum milljarði íslenskra króna í keppnisgjöld. "Minni liðin borga minna og stóru liðin, sem hafa mestu tekjurnar borga meira," sagði Jean Todt, forseti FIA, við Autosport þegar hann var beðinn um að útskýra hvers vegna keppnisgjöldunum hefði verið breytt. "Í hvaða lýðræðisríki sem er borgar maður skatta í hlutfalli við tekjur þínar. Við gerum ráð fyrir að þetta skili okkur um það bil 30% meiri tekjum." Öll liðin höfðu borgað keppnisgjöldin áður en fresturinn rann út fyrir helgi, nema HRT-liðið sem mun nú loka verksmiðjum sínum enda keppir það ekki meira í Formúlu 1.Jean Todt er forseti FIA. Formúla Tengdar fréttir Caterham skaust upp fyrir Marussia í botnbaráttunni Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. "Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul. 26. nóvember 2012 06:00 HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. 2. desember 2012 17:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnisgjaldheimtunni í Formúlu 1 var breytt í haust. Keppnisgjöldin sem öll keppnisliðin verða að greiða til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) er að lágmarki 62,5 milljónir króna en að auki er stigafjöldi liðanna margfaldaður með 6000 dollurum, 750 þúsund íslenskum krónum. Red Bull-liðið, heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 árið 2012, fékk 460 stig í ár og borgar því mest allra eða 408 milljónir íslenskra króna. Samtals þurfa Red Bull, McLaren og Ferrari að punga út rúmum milljarði íslenskra króna í keppnisgjöld. "Minni liðin borga minna og stóru liðin, sem hafa mestu tekjurnar borga meira," sagði Jean Todt, forseti FIA, við Autosport þegar hann var beðinn um að útskýra hvers vegna keppnisgjöldunum hefði verið breytt. "Í hvaða lýðræðisríki sem er borgar maður skatta í hlutfalli við tekjur þínar. Við gerum ráð fyrir að þetta skili okkur um það bil 30% meiri tekjum." Öll liðin höfðu borgað keppnisgjöldin áður en fresturinn rann út fyrir helgi, nema HRT-liðið sem mun nú loka verksmiðjum sínum enda keppir það ekki meira í Formúlu 1.Jean Todt er forseti FIA.
Formúla Tengdar fréttir Caterham skaust upp fyrir Marussia í botnbaráttunni Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. "Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul. 26. nóvember 2012 06:00 HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. 2. desember 2012 17:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Caterham skaust upp fyrir Marussia í botnbaráttunni Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. "Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul. 26. nóvember 2012 06:00
HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. 2. desember 2012 17:30