Innlent

Bíða bara vegabréfsáritunar

Fjölskyldan hefur fengið íslensk vegabréf fyrir systurnar Helgu og Birnu og bíður nú aðeins vegabréfsáritunar.
Fjölskyldan hefur fengið íslensk vegabréf fyrir systurnar Helgu og Birnu og bíður nú aðeins vegabréfsáritunar.
Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá.

Hjónin Bjarnhildur Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru til Kólumbíu til að ættleiða dæturnar Helgu Karólínu og Birnu Salóme í desember í fyrra. Nú hafa þau loks fengið alla pappíra og vegabréf fyrir stúlkurnar og bíða sem fyrr segir aðeins eftir vegabréfsáritun fyrir þær.

Fjölskyldan lenti í miklum hremmingum eftir að dómari ógilti fyrri ákvörðun um að þau fengju að ættleiða stúlkurnar. Mál þeirra var í engu frábrugðið hefðbundnum vinnubrögðum í ættleiðingarmálum og hefur Íslensk ættleiðing til að mynda sagt að þau hafi gert allt rétt en eingöngu verið mjög óheppin. Mál þeirra hefur velkst um í kerfinu í tæpt ár, en í síðustu viku fékk fjölskyldan þær fréttir að allt væri til reiðu.

Nú hefur verið ákveðið að umræddur dómari fái ekki að dæma í ættleiðingarmálum framar. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×