Íslenski boltinn

Valsstúlkur í dauðariðlinum

Segir dráttinn vera mikla og skemmtilega áskorun.
Segir dráttinn vera mikla og skemmtilega áskorun. fréttablaðið/daníel

Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík.



„Þetta er erfiðasti dráttur sem við gátum fengið. Þetta verður mjög erfitt og við erum klárlega í dauðariðlinum. Liðin frá Hollandi og Finnlandi voru of neðarlega í styrkleikaflokkum þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þau verða meistarar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, en leikið er í Færeyjum dagana 9. til 14. ágúst. Eitt lið kemst áfram upp úr riðlinum.- hþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×