Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar BBI skrifar 4. júní 2012 12:57 Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira