Erlent

Assad líkir stjórnarhernum við skurðlækni

BBI skrifar
Bashar al-Assad
Bashar al-Assad
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, líkir aðgerðum stjórnarhersins í landinu við tilraunir skurðlækna til að bjarga mannslífum. Herinn hefur staðið fyrir fjöldamorðum og pyndingum að undanförnu.

Í fyrstu opinberu ræðu sinni í fimm mánuði þvertók Assad fyrir að stjórnarherinn bæri ábyrgð á árásinni á Houla þar sem yfir 100 manns létu lífið. „Ekki einu sinni skrímsli hefðu geta framið slíka glæpi," sagði Assad. Þessi yfirlýsing stangast á við upplýsingar fjölmargra vitna sem voru á staðnum og halda því fram að stjórnarherinn hafi staðið að ódæðunum.

Í klukkutímalangri ræðu sinni sem flutt var frammi fyrir nýlega kjörnu þingi sagði Assad meðal annars „Þegar skurðlæknir sker og þrífur og sjúklingnum blæðir, segjum við þá við hann hendur þínar eru ataðar blóði? Eða þökkum við honum fyrir að bjarga sjúklingnum?"

Hér má sjá umfjöllun The Guardian um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×