Íslenska landsliðið er með fjóra fulltrúa í besta liði HM til þessa, samkvæmt einkunnum lesenda BBC eftir að öll lið keppninnar höfðu leikið einn leik.
Íslenska liðið hlaut yfirburðarkosningu en engin önnur þjóð fékk fleiri en einn leikmann kjörinn, á meðan Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason komast allir í liðið.
Efstur í einkunnargjöf BBC er mexíkóski framherjinn Hirving Lozano með 8,35 í einkunn. Næstur á eftir honum kemur Isco, miðjumaður Spánar með 8,33. Í 3. sæti er síðan okkar maður, Hannes Þór Halldórsson, með 8,26 í einkunn. Í 4. sætinu kemur síðan Cristiano Ronaldo með 8,13 og rétt á hæla hans í 5. sætinu er Alfreð Finnbogason með 8,02 í einkunn.
Besta lið HM til þessa samkvæmt lesendum BBC:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson (Ísland)
Varnarmenn: Ragnar Sigurðsson (Ísland), Aleksandar Kolarov (Serbía) og Diego Godin (Úrúgvæ).
Miðjumenn: Gylfi Sigurðsson (Ísland), Isco (Spánn), Idrissa Gueye (Senegal) og Shinji Kagawa (Japan).
Framherjar: Alfreð Finnbogason (Ísland), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Hirving Lozano (Mexíkó).
Ísland með flesta fulltrúa í HM-liði lesenda BBC
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti



„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn