Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 08:04 Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fá Vísir/EPA Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Nýjasta vendingin er að fréttastöðvar hafa komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum, hefur þetta vakið mikinn óhug víða um heim.Fréttaskýrendur vestanhafs telja hins vegar að erfitt verði fyrir Trump að skipta um stefnu úr þessu þar sem það myndi líta út eins og hann hefði lútið í lægra haldi fyrir grátkór frjálslyndra fjölmiðla. Hann verði að ná fram einhverskonar málamiðlun frá demókrötum til að geta sýnt sínu fólki sem árangur.Aðbúnaður barnanna er þykir ekki góður og mannréttindasamtök gagnrýna stefnuna harðlegaUnited States Customs and Border ProtectionEngu að síður er þrýstingurinn að stigmagnast. Nú hafa allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna stigið fram til að gagnrýna aðskilnað barnanna frá foreldrum sínum. Þar hlýtur að vega þyngst gagnrýni Melaniu Trump sem sagðist líða illa að horfa upp á þetta gerast. Þá eru sífellt fleiri repúblikanar að bætast í hóp þeirra sem krefjast þess að Trump afturkalli stefnuna. Ekki má gleyma því að þingkosningar eru síðar á þessu ári og sum þingsæti standa tæpt. Í slíkum tilvikum hafa þingmenn jafnvel ekki efni á öðru en að sýna einhverja samúð með grátandi börnum í flóttamannabúðum á bandarískri grundu.Trump neitar að viðurkenna tilkynningu eigin dómsmálaráðherraJeff Sessions var afar skýr í yfirlýsingu sinni í síðasta mánuði en Trump stjórnin virðist ekki lengur vilja kannast við orð hansVísir/EPATrump forseti segir að allt sé þetta Demókrataflokknum að kenna. Demókratar hafi sett löggjöfina sem hann styðjist við til að handtaka fólk á landamærunum og aðskilja það frá börnum sínum. Meira að segja mestu stuðningsmenn forsetans eiga hins vegar í miklum erfiðleikum með að skilja hvað hann á við með þeim orðum eða hvaða lög hann kann að vera að vísa í. Það er jú vel skjalfest, af Trump stjórninni sjálfri, að aðskilnaðar barna frá foreldrum er ný stefna sem var innleidd eftir tilkynningu í síðasta mánuði frá Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar þessa breytingu vera ætlaða til að fá fólk til að hugsa sig um tvisvar áður en það reyndi að komast yfir landamærin ásamt börnum sínum. Lindsey Graham, áhrifamikill þingmaður Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, hefur almennt verið áreiðanlegur stuðningsmaður forsetans en meira að segja hann hefur viðurkennt að stefnan sé alfarið á ábyrgð Trumps. Í samtali við sjónvarpsstöðina CNN sagði hann að Trump gæti afturkallað allt saman með einu símtali.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í búðunum en því til varnar sagði talskona Trump að börnin hefðu aðgang að sjónvarpiVísir/EPAHafnar sérstökum lögum um börnin Engu að síður heldur Trump áfram að halda því ranglega fram að hendur hans séu bundnar og að tilkynningin frá dómsmálaráðherra hans á sínum tíma tilheyri einhverskonar hliðstæðum veruleika. Eina leiðin til að bjarga börnunum sé að fá demókrata til að gefa eftir hvað varðar löggjöf í innflytjendamálum. Hversu lengi ríkisstjórnin heldur því til streitu er erfitt að segja en tilgangurinn virðist vera að knýja fram einhverjar allsherjarbreytingar í krafti þeirrar krísu sem stjórnin hefur sjálf skapað í kringum aðskilnað fjölskyldna. Þegar talsmaður ríkisstjórnarinnra var spurður hvort það kæmi til greina að setja bara sérstök lög til að koma í veg fyrir að börn væru aðskilin frá foreldrum sínum og sett í flóttamannabúðir var svarið afdráttarlaust nei. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Lögreglumaður í Texas nauðgaði fjögurra ára hælisleitanda og hótaði móður brottvísun úr landi Lögreglumaður í Texas í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að nauðga fjögurra ára stúlku ítrekað og hóta móður hennar brottrekstri frá Bandaríkjunum ef hún segði frá ofbeldinu. 18. júní 2018 14:35 Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. 18. júní 2018 07:41 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Nýjasta vendingin er að fréttastöðvar hafa komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum, hefur þetta vakið mikinn óhug víða um heim.Fréttaskýrendur vestanhafs telja hins vegar að erfitt verði fyrir Trump að skipta um stefnu úr þessu þar sem það myndi líta út eins og hann hefði lútið í lægra haldi fyrir grátkór frjálslyndra fjölmiðla. Hann verði að ná fram einhverskonar málamiðlun frá demókrötum til að geta sýnt sínu fólki sem árangur.Aðbúnaður barnanna er þykir ekki góður og mannréttindasamtök gagnrýna stefnuna harðlegaUnited States Customs and Border ProtectionEngu að síður er þrýstingurinn að stigmagnast. Nú hafa allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna stigið fram til að gagnrýna aðskilnað barnanna frá foreldrum sínum. Þar hlýtur að vega þyngst gagnrýni Melaniu Trump sem sagðist líða illa að horfa upp á þetta gerast. Þá eru sífellt fleiri repúblikanar að bætast í hóp þeirra sem krefjast þess að Trump afturkalli stefnuna. Ekki má gleyma því að þingkosningar eru síðar á þessu ári og sum þingsæti standa tæpt. Í slíkum tilvikum hafa þingmenn jafnvel ekki efni á öðru en að sýna einhverja samúð með grátandi börnum í flóttamannabúðum á bandarískri grundu.Trump neitar að viðurkenna tilkynningu eigin dómsmálaráðherraJeff Sessions var afar skýr í yfirlýsingu sinni í síðasta mánuði en Trump stjórnin virðist ekki lengur vilja kannast við orð hansVísir/EPATrump forseti segir að allt sé þetta Demókrataflokknum að kenna. Demókratar hafi sett löggjöfina sem hann styðjist við til að handtaka fólk á landamærunum og aðskilja það frá börnum sínum. Meira að segja mestu stuðningsmenn forsetans eiga hins vegar í miklum erfiðleikum með að skilja hvað hann á við með þeim orðum eða hvaða lög hann kann að vera að vísa í. Það er jú vel skjalfest, af Trump stjórninni sjálfri, að aðskilnaðar barna frá foreldrum er ný stefna sem var innleidd eftir tilkynningu í síðasta mánuði frá Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar þessa breytingu vera ætlaða til að fá fólk til að hugsa sig um tvisvar áður en það reyndi að komast yfir landamærin ásamt börnum sínum. Lindsey Graham, áhrifamikill þingmaður Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, hefur almennt verið áreiðanlegur stuðningsmaður forsetans en meira að segja hann hefur viðurkennt að stefnan sé alfarið á ábyrgð Trumps. Í samtali við sjónvarpsstöðina CNN sagði hann að Trump gæti afturkallað allt saman með einu símtali.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í búðunum en því til varnar sagði talskona Trump að börnin hefðu aðgang að sjónvarpiVísir/EPAHafnar sérstökum lögum um börnin Engu að síður heldur Trump áfram að halda því ranglega fram að hendur hans séu bundnar og að tilkynningin frá dómsmálaráðherra hans á sínum tíma tilheyri einhverskonar hliðstæðum veruleika. Eina leiðin til að bjarga börnunum sé að fá demókrata til að gefa eftir hvað varðar löggjöf í innflytjendamálum. Hversu lengi ríkisstjórnin heldur því til streitu er erfitt að segja en tilgangurinn virðist vera að knýja fram einhverjar allsherjarbreytingar í krafti þeirrar krísu sem stjórnin hefur sjálf skapað í kringum aðskilnað fjölskyldna. Þegar talsmaður ríkisstjórnarinnra var spurður hvort það kæmi til greina að setja bara sérstök lög til að koma í veg fyrir að börn væru aðskilin frá foreldrum sínum og sett í flóttamannabúðir var svarið afdráttarlaust nei.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Lögreglumaður í Texas nauðgaði fjögurra ára hælisleitanda og hótaði móður brottvísun úr landi Lögreglumaður í Texas í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að nauðga fjögurra ára stúlku ítrekað og hóta móður hennar brottrekstri frá Bandaríkjunum ef hún segði frá ofbeldinu. 18. júní 2018 14:35 Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. 18. júní 2018 07:41 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Lögreglumaður í Texas nauðgaði fjögurra ára hælisleitanda og hótaði móður brottvísun úr landi Lögreglumaður í Texas í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að nauðga fjögurra ára stúlku ítrekað og hóta móður hennar brottrekstri frá Bandaríkjunum ef hún segði frá ofbeldinu. 18. júní 2018 14:35
Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. 18. júní 2018 07:41