Eins nálægt alsælu og þú kemst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2018 10:30 Freyr Alexandersson þjálfar kvennalandsliðið en hefur í nógu að snúast á Heimsmeistaramóti karla í Rússlandi. Vísir/Getty Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Sjá meira
Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Sjá meira