Óttast um líf sitt og limi við vegalagningu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2018 08:00 Frá vegavinnu við Sæbraut í gær. Skammt er síðan ökumaður ók á skilti sambærilegt sem hér sést þar sem hann var ekki með hugann við aksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Sýni ökumenn ekki nægilegt tillit við akstur fram hjá vegaframkvæmdum getur komið til greina að loka fyrir umferð á meðan vinna stendur yfir. Verktaki segir að oft hafi litlu mátt muna að slys yrðu á starfsfólki. Í vor samþykkti ríkisstjórnin að verja á árinu fjórum milljörðum króna í brýnar vegaframkvæmdir. Fjármunirnir komu úr almennum varasjóði fjármála- og efnahagsráðherra. Sökum þessa hefur verið meira um vegaframkvæmdir en fyrri ár enda viðhaldsþörfin mikil víða. Ekki eru þó allir sem sýna útlagningarmönnum það tillit sem þeir þurfa til að vinna vinnu sína örugglega.„Dag eftir dag og nótt eftir nótt hafa ökumenn sýnt okkur þvílíka óvirðingu.“ „Margir hverjir hafa ekið hratt og ógætilega. Sem betur fer hafa allir sloppið heilir frá þessu en við höfum verið skíthræddir um líf okkar,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas. Sem dæmi um alvarleg atvik sem hafa orðið á síðustu vikum nefnir Pétur meðal annars þegar starfsmenn fyrirtækisins voru við störf við Mosfellsbæ. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Við upphaf framkvæmdasvæðisins var ljósakerra sem beindi ökumönnum á þá akrein sem ekki var verið að vinna við. Þar fann ökumaður ekki leið fram hjá kerrunni og endaði á að aka á hana. Í sömu viku valt bifreið inn á athafnasvæði og þá mátti litlu muna að flutningabíll æki á starfsmenn við vinnu á Reykjanesbraut. „Það minnti okkur óþægilega mikið á atvik sem varð fyrir tveimur árum þegar starfsmaður okkar varð fyrir spegli langferðabíls sem ók fram hjá,“ segir Pétur. Að hans sögn er það samdóma álit vegavinnufólks að atvinnubílstjórar aki ógætilegast fram hjá framkvæmdasvæðum. „Við erum boðnir og búnir til að vinna þessi verk en við ætlum ekki að fórna lífi og limum. Ef það næst ekki að fólk hagi sér þá er okkur sá kostur nauðugur að loka götum meðan unnið er með tilheyrandi töfum og truflunum á umferð,“ segir Pétur. Nafni hans G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng. Um viðvarandi vandamál sé að ræða en þó beri meira á því nú sökum fjölgunar framkvæmda og aukinnar umferðar. „Erlendis hefur sú leið einnig verið farin að hækka sektir fyrir brot sem verða á vinnusvæðum eða að taka upp ljósastýringu. Besta leiðin fyrir alla er hins vegar ef vegfarendur virða hraðatakmarkanir við vinnusvæði,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og vegfarendur beðnir að sýna aðgát Unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. 6. júní 2018 08:44