Afstýrum stórslysi á Ströndum Tómas Guðbjartsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar