Málaferli gegn borginni 18. október 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira